Framkvæmdir standa nú yfir við byggingu nýs
íþróttahúss í Grindavík sem mun leysa Röstina af hólmi en um mjög metnaðarfullt
verkefni er að ræða.
Framkvæmdirnar eru liður í stækkun
íþróttamiðstöðvarinnar en nýja keppnishöllin verður sambyggð gamla
íþróttahúsinu, þ.e. röstinni.
Húsið er hannað af Batteríinu arkitektum og verður 2.500 m2 að stærð.
Hér má sjá tölvuteiknaðar þrívíddarmyndir
af keppnishöllinni auk myndbands af því hvernig mun vera umhorfs þar inni.
Áætluð verklok eru í byrjun árs 2019.
Með tilkomu nýs körfuboltahúss Hauka og nýs íþróttahús Grindavíkur er ljóst að aðstaða til körfuboltaiðkunar er að batna hérlendis.
Mynd: Batteríið arkitektar. |
Mynd: Batteríið arkitektar. |
Mynd: Batteríið arkitektar. |
Mynd: Batteríið arkitektar. |
Myndbandsinnlit inn í nýja íþróttahöll Grindavíkur:
Ummæli
Skrifa ummæli