Fara í aðalinnihald

Færslur

Staðsetning þjóðarleikvanga: Laugardalur eða annar staður?

Umræðan um staðsetningu og uppbygginga nýrra þjóðarleikvanga hefur verið mikil að undanförnu og að mestu leyti einskorðast við Laugardalinn í Reykjavík. Það er svæði sem flestir Íslendingar skilgreina sem þjóðaríþróttasvæði okkar Íslendinga. Sú umræða er hins vegar á villigötum að mati Þóris Hákonarsonar, fyrrum framkvæmdarstjóra KSÍ, og vill að málinu verði beint í annan farveg. Þórir, sem starfar nú sem íþróttastjóri Þróttar, vill að nýjum þjóðarleikvangi í knattspyrnu og nýrri þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir, verði fundinn annar staður á höfuðborgarsvæðinu. Með öðrum orðum annars staðar en í Laugardalnum. ,, Það á að kanna nýja staðsetningu og nýja lausn sem hýsir þetta allt með sómasamleg hætti í stað þess að ræða um að byggja upp Laugardalsvöllinn sem ég held að myndi aldrei takast nægjanlega vel miðað við nútíma kröfur ," sagði Þórir í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í vikunni. Undirritaður telur að skoða eigi alla valkosti og ef málið
Nýlegar færslur

Þegar Rúmenía tók ákvörðun ...

Fyrir rúmum 15 árum varð einskonar vitundarvakning í Rúmeníu í málefnum sem tengjast íþróttamannvirkjum og uppbyggingu þeirra. Stjórnvöld og íþróttahreyfingin í landinu vöknuðu upp við vondan draum þegar þeirra helstu íþróttamannvirki, þjóðarleikvangarnir svokölluðu, voru orðin niðurnídd og gömul mannvirki. Þessi staðreynd var farin að hamla framþróun íþrótta í landinu. Forystumenn í íþróttahreyfingunni stilltu stjórnmálamönnum nánast upp við vegg og sögðu að þjóðin myndi dragast langt aftur úr í mörgum íþróttagreinum yrði ekkert að gert. Til allrar hamingju ákváðu stjórnvöld í Rúmeníu að gera eitthvað í málinu. Árið 2005 var staða mála þannig í Rúmeníu. Þjóðarleikvangurinn í knattspyrnu, Stadionul Național , sem var tekinn í notkun árið 1953 var orðinn 53 ára og þjóðarhöllin Sala Polivalentă din București, sem hafði verið vígð árið 1974 var orðin 31 árs. Til samanburðar þá var Laugardalsvöllurinn vígður árið 1959 og Laugardalshöll var tekin í notkun árið 1965. En það er ann

Ný þjóðarhöll rís brátt í Færeyjum - Teiknuð af norskum arkitekt

Á meðan mál nýrrar þjóðarhallar á Íslandi eru í algjörri óvissu og nánast ekkert að gerast í þeim efnum, virðist annað vera uppi á teningnum hjá frændum vorum í Færeyjum. Líkt og margir vita þurftu Færeyingar að spila heimaleiki sína í síðustu undankeppni EM í handbolta utan Færeyja en íþróttahöllin á Hálsi í Þórshöfn, sem hefur verið á undanþágu um nokkurt skeið, telst nú vera óhæf til að hýsa alþjóðlega keppnisleiki í handbolta. Laugardalshöll okkar Íslendinga er einnig á undanþágu og bíða menn nú milli vonar og ótta um að EHF skelli ekki í lás þar líka. Hinn ískaldi raunveruleiki er hins vegar sá að það gæti gerst, fyrr en síðar. Færeyingar hafa brugðist við þeim leiðindagjörningi að vera úthýst úr íþróttahöllinni á Hálsi með því undirbúa byggingu nýrrar og stórrar þjóðarhallar. Norskir fjölmiðlar greina frá því að arkitektinn Stefan Ekberg hafi þegar verið fenginn til að teikna hið nýja mannvirki. ,,Forvinnan á að klárast fyrir jól,“ skrifaði staðarmiðillinn Möre í Noregi fy

Glæsileg, fjölnota íþróttahöll rís í Tatabánya í Ungverjalandi

Borgaryfirvöld í Tatabánya í Ungverjalandi hafa tekið ákvörðun um að reisa nýja fjölnota íþróttahöll í borginni og mun handknattleiksfélagið Grundfos Tatabánya njóta góðs af henni. Grundfos Tatabánya er gamalgróið félag sem varð síðast ungverskur meistari árið 1984 en alls hefur félagið fjórum sinnum verið handhafi ungverska meistaratitilsins. Á síðustu fjórum árum hefur félagið hafnað í þriðja sæti deildarinnar á eftir risunum Telekom Veszprém og Pick Szeged og er það von manna að með tilkomu nýju hallarinnar muni félagið gera harða atlögu að titlaeinokun hinna fyrrnefndu félaga. Áætlanir gera ráð fyrir að hin nýju íþróttahöll muni rúma 6.000 áhorfendur í sæti og af kynningarefni að dæmi er ljóst að um stórglæsilegt mannvirki er að ræða. Helsta íþróttahöll Tatabánya er Földe Imre Sportcsarnok og er hún komin vel til ára sinna. Hún var tekin í notkun árið 1976 og þykir úrelt og stenst ekki kröfur sem gerðar eru til nútímaíþróttamannvirkja. Íbúafjöldi Tatabánya er um 66 þúsund

Uppbygging íþróttamannvirkja - þörf á kerfisbreytingu?

Leiða má líkum að því að ákveðin vatnaskil séu framundan í uppbyggingarmálum þjóðarleikvanga á Íslandi en reglugerð um viðurkenningu slíkra íþróttamannvirkja tók gildi árið 2018. Markmið hennar er m.a. að tryggja að skilgreindir þjóðarleikvangar standist gæðakröfur sem gerðar eru til þess konar mannvirkja. En þátturinn er lítur að fjármögnun uppbyggingarinnar er hins vegar ennþá mjög óljós. Allt sem viðkemur íþróttum á Íslandi heyrir undir menntamálaráðuneytið og þar með talið öll innviðauppbygging. Hins vegar er lítið fjallað um uppbyggingu íþróttamannvirkja í íþróttalögunum. Í 8. grein laganna segir að veita megi framlög úr íþróttasjóði til: ,,sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar.” Í stóra samhenginu er hér um sáralitlar upphæðir að ræða. Það þarf ekki að fara í grafgötur með þá staðreynd að hið opinbera hefur lítið tekið þátt í uppbyggingu íþróttamannvirkja á Íslandi. Íþróttasjóður ríksins var s

Skeifan - þjóðarhöll sem skipulagshvati

Þegar landinn ferðast til útlanda og þá sérstaklega til stórra borga í Bandaríkjunum er mjög líklegt að hann muni koma auga á stórar íþróttahallir og leikvanga á rölti sínu í miðborgum þessarra borga. Þessi mannvirki eru afurðir stefnubreytingar sem átti sér stað í Norður-Ameríku undir lok síðustu aldar en þá hafði uppbygging stórra íþróttamannvirkja verið á jaðri þéttabýlissvæðanna í rúma þrjá áratugi. Á jaðrinum og fyrir utan hann var að finna víðáttumikil, óbyggð svæði sem þýddi að þar var hægt að byggja gríðarlega stór mannvirki umlukin bílastæðaflæmum. Ein helsta ástæða þess að ákveðið var færa uppbyggingu íþróttamannvirkja úr miðborgunum út á jaðarinn um miðja síðustu öld var tilkoma einkabílsins auk þess sem helsti markhópurinn, þ.e. millistéttar íþróttaáhugamaðurinn, var sífellt að flytjast úr miðborgunum og út í úthverfin. Eins og áður sagði snerist þessi þróun við á níunda áratug síðustu aldar. En annar angi þessarar stefnubreytingar náði til uppbyggingar íþróttamann

Mikil uppbygging þjóðarleikvanga fyrirhuguð í Lettlandi

Ef áætlanir ganga eftir mun Lettland eyða á næstu árum rúmum 13 milljörðum íslenskra króna í endurbætur og uppbyggingu nýrra íþróttamannvirkja sem eru og verða skilgreind sem þjóðarleikvangar. Ljóst er að nýr þjóðarleikvangur fyrir knattspyrnu mun rísa innan fárra ára og leysa af hólmi Skonto Stadions sem var tekinn í notkun árið 2000. Sá völlur þótti aldrei vel heppnaður sem þjóðarleikvangur og er hann m.a. opinn á aðra skammhliðanna þar sem bílastæðaplan er staðsett. Þá hefur þjóðarleikvangurinn í frjálsum íþróttum, Daugavas Stadions, gengið í gegnum miklar og gagngerar endurbætur sem þýðir að þar geta nú farið fram stór og veigamikil frjálsíþróttamót. Leikvangurinn var í nokkurri niðurníslu en eftir enduruppbygginguna er ljóst að um er að ræða glæsilegan frjálsíþróttaleikvang. Stjórnvöld í Lettlandi kynntu síðan fyrir stuttu hugmyndir að mikilli uppbyggingu á nærsvæði Daugavas Stadions og er ljóst að þar mun rísa hágæða, alhliða íþróttasvæði. Þarna er þeirra Laugardalur