Umræðan um staðsetningu og uppbygginga nýrra þjóðarleikvanga hefur verið mikil að undanförnu og að mestu leyti einskorðast við Laugardalinn í Reykjavík. Það er svæði sem flestir Íslendingar skilgreina sem þjóðaríþróttasvæði okkar Íslendinga. Sú umræða er hins vegar á villigötum að mati Þóris Hákonarsonar, fyrrum framkvæmdarstjóra KSÍ, og vill að málinu verði beint í annan farveg. Þórir, sem starfar nú sem íþróttastjóri Þróttar, vill að nýjum þjóðarleikvangi í knattspyrnu og nýrri þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir, verði fundinn annar staður á höfuðborgarsvæðinu. Með öðrum orðum annars staðar en í Laugardalnum. ,, Það á að kanna nýja staðsetningu og nýja lausn sem hýsir þetta allt með sómasamleg hætti í stað þess að ræða um að byggja upp Laugardalsvöllinn sem ég held að myndi aldrei takast nægjanlega vel miðað við nútíma kröfur ," sagði Þórir í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í vikunni. Undirritaður telur að skoða eigi alla valkosti og ef málið
Fyrir rúmum 15 árum varð einskonar vitundarvakning í Rúmeníu í málefnum sem tengjast íþróttamannvirkjum og uppbyggingu þeirra. Stjórnvöld og íþróttahreyfingin í landinu vöknuðu upp við vondan draum þegar þeirra helstu íþróttamannvirki, þjóðarleikvangarnir svokölluðu, voru orðin niðurnídd og gömul mannvirki. Þessi staðreynd var farin að hamla framþróun íþrótta í landinu. Forystumenn í íþróttahreyfingunni stilltu stjórnmálamönnum nánast upp við vegg og sögðu að þjóðin myndi dragast langt aftur úr í mörgum íþróttagreinum yrði ekkert að gert. Til allrar hamingju ákváðu stjórnvöld í Rúmeníu að gera eitthvað í málinu. Árið 2005 var staða mála þannig í Rúmeníu. Þjóðarleikvangurinn í knattspyrnu, Stadionul Național , sem var tekinn í notkun árið 1953 var orðinn 53 ára og þjóðarhöllin Sala Polivalentă din București, sem hafði verið vígð árið 1974 var orðin 31 árs. Til samanburðar þá var Laugardalsvöllurinn vígður árið 1959 og Laugardalshöll var tekin í notkun árið 1965. En það er ann