Fara í aðalinnihald

Könnun: Hver þessara valkosta hentar Íslendingum?

Hér á þessari síðu hefur verið fjallað nokkuð stuttlega um fjórar nýlega reistar fjölnota íþróttahallir. Þær eiga það allar sammerkt að hafa verið ódýrar í byggingu og hver dýrmætur fermetri er nýttur á réttan hátt.

Miklu máli skiptir þegar farið verður í hönnunar- og skipulagsvinnu varðandi nýja keppnishöll okkar Íslendinga (hvenær sem það verður) að notagildið verði sem mest. Að hver fermetri sé nýttur sem best, að glæsileiki sé ekki mesta þarfaþingið heldur einfaldleikinn. 
Það væri fróðlegt að vita hvort aðrir Íslendingar hafi skoðun á þessu máli og hvaða valkost þeir telji vera bestan eða hentugastan fyrir Íslenskar aðstæður.
Hér eru valkostirnir:
Gradska Arena Zenica: http://nyfjolnotaithrottaholl.blogspot.is/2017/04/gradska-arena-zenica-i-bosniu.html
Audi Aréna Gyor: http://nyfjolnotaithrottaholl.blogspot.is/2017/04/audi-arena-gyor-i-ungverjalandi.html
Sali Polivalenta: http://nyfjolnotaithrottaholl.blogspot.is/2017/05/sala-polivalenta-i-rumeniu.html
Hayri Gur Arena: http://nyfjolnotaithrottaholl.blogspot.is/2017/05/hayri-gur-arena-i-tyrklandi.html

Hver þessara halla gæti verið best eða hentugust fyrir íslenskar aðstæður?

Gradska Arena Zenica, Bosníu
Audi Aréna Gyor, Ungverjalandi
Sala Polivalenta, Rúmeníu
Hayri Gur Arena, Tyrklandi
Vill frekar halda Laugardalshöllinni
Engin
Do Riddles

Ummæli

  1. Nokkrar flottar handboltahallir þarna. Það er kominn tími á eina slíka á Íslandi.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Nýtt íþróttahús í Njarðvík?

Íþróttahúsið í Njarðvík, Ljónagryfjan svokallaða, er elsta keppnishúsið sem er í notkun í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Húsið var tekið í notkun árið 1973 og stendur við grunnskóla Njarðvíkur. Ef mið er tekið af íþróttahúsum sem byggð hafa verið hérlendis á síðasta áratug eða eru í byggingu er ljóst að mannvirkið er allt of lítið; ekki er nægilegt rými umhverfis keppnisgólfið og þá er takmörkuð aðstaða fyrir áhorfendur. Húsið er einfaldlega of lítið fyrir starfsemi félagsins. Vitaskuld er Ljónagryfjan fallegt og skemmtilegt íþróttahús og er það eitt af djásnum íslensks körfubolta en því miður er það ekki boðlegt lengur sem heimavöllur eins sigursælasta körfuknattleiksfélags landsins. ,,Ljónagryfjan" í Njarðvík. Skjáskot: Ja.is. Mikil íbúafjölgun Árið 1973 voru íbúar Njarðvíkur 1.700 en í dag búa yfir 6.000 manns í Njarðvíkurhluta Reykjanesbæjar. Fjölgun íbúa í Njarðvík nemur því um 250% á tímabilinu og er ljóst að þörf er á aðgerðum af hálfu bæjaryfirvalda sem ...

Nýtt körfuboltahús Hauka, Ólafssalur

Körfuknattleikslið Hauka mun spila á nýjum heimavelli á komandi leiktíð Domino's deildar karla og kvenna. Um er að ræða sérhæft körfuknattleikshús sem mun nær eingöngu þjónusta körfuknattleiksdeild Hauka. Um er að ræða einstakt hús á íslenska vísu og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort önnur félög fylgi í kjölfarið. Keppnissalurinn er sérhannaður fyrir körfubolta og stúkan mun rúma 1100 manns en samkvæmt fréttum geta allt að 2.000 manns komist fyrir með því að raða fólki þétt á svölunum. Engin hefðbundin leikklukka verður í húsinu heldur verður stöðu, tíma og stigaskori varpað upp á LED skjái í sitthvorum enda vallarins. Meðfylgjandi myndir voru teknar af Erni Eyjólfssyni, ljósmyndara Fréttablaðsins, og birtist í frétt blaðsins um íþróttamannvirkið síðastliðið vor. Þá var áhorfendaaðstaðan ekki komin til landsins en hún ætti að vera kominn upp fyrir upphaf körfuknattleikstímabilsins í haust. Mynd: Örn Eyjólfsson, Fréttablaðið. Mynd: Örn Eyjólfsson, F...

Kristianstad Arena í Svíþjóð

Svíar eru leiðandi afl í uppbyggingu íþróttamannvirkja á Norðurlöndum og í Kristianstad þar sem búa um 40.000 þúsund manns er að finna gríðarlega vandaða fjölnota íþróttahöll. Höllin sem um ræðir ber heitið Kristianstad Arena og var tekin í notkun árið 2010. Hún tekur 4.700 áhorfendur í sæti og var ein af keppnishöllunum á HM í handbolta í Svíþjóð 2011. Byggingarkostnaður hallarinnar nam um 4,5 milljörðum íslenskra króna á núvirði og var fjármögnunin alfarið í höndum sveitarfélagsins Kristianstad. Þó svo að höllin taki einungis 4.700 manns í sæti er hönnunin slík að svo virðist sem hún rúmi mun fleiri áhorfendur. Þetta er gríðarlega skemmtilegt og metnaðarfullt mannvirki sem 40.000 manna bær getur verið stoltur af. Þess má geta að höllin er heimavöllur IFK Kristianstad, þar sem Ólafur Andrés Guðmundsson, handknattleikskappi, hefur gert garðinn frægan á undanförnum árum.   Skjáskot: Google Earth. Mynd: Petter Arvidson/Bildbyrån.