Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2017

Þjóðarhöllin í Andorra er helmingi stærri en Laugardalshöllin

Íbúafjöldinn í Andorra er 85 þúsund, samanborið við þá 330 þúsund einstaklinga sem búa á Íslandi. Þrátt fyrir það er þjóðarhöll Andorramanna í innanhúsíþróttum mun stærri en þjóðarhöll Íslendinga, Laugardalshöllin. Þjóðarhöllin í Andorra sem ber heitið Poliesportiu d'Andorra tekur 5.000 manns í sæti og er því rúmlega helmingi stærri en Laugardalshöllin. Hún er auk þess mun yngri en Poliesportiu d'Andorra var vígð árið 1991 en Laugardalshöllin var tekin í notkun haustið 1965. Hvað segir það okkur?

Audi Aréna Gyor í Ungverjalandi

Audi Aréna Gyor er fjölnota íþróttahöll í Gyor í Ungverjalandi. Hún var tekin í notkun í nóvember 2014 og kostaði um 1,8 milljarð króna í byggingu. Hún rúmar 5.500 manns í sæti og þykir einstaklega vel hönnuð þar sem einfaldleikinn ræður ríkjum. Eitt besta kvennalið Evrópu í handbolta, Gyori Audi ETO KC spilar heimaleiki sína í þessari höll. Hún yrði að mínu mati verðugur arftaki Laugardalshallarinnar.

Gradska arena Zenica í Bosníu

Gradska arena Zenica er fjölnota íþróttahöll í Bosníu. Hún var tekin í notkun árið 2009 og rúmar 6.145 manns í sæti en byggingarkostnaður hennar nam um 1,8 milljarði íslenskra króna. Höllin er heimavallarvígi handbolta- og körfuboltalandsliða Bosníu og er hún algjör gryfja og gríðarlega erfitt fyrir andstæðinga Bosníu að ná úrslitum þar. Samskonar íþróttahöll myndi sóma sér vel í Reykjavík og er Gradska arena Zenica gott dæmi um ódýrar fjölnota íþróttahallir þar sem íburður og sýndarmennska eru ekki aðalatriðin heldur notagildi og notendavæn rými.

HM-höllin átti í fyrstu að vera eftirmynd japanskrar íþróttahallar

Þegar íslensk stjórnvöld höfðu skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis að byggð yrði ný fjölnota íþróttahöll í tengslum við Heimsmeistarakeppnina í handbolta fór strax í gang vinna við frumdrög að væntanlegri byggingu. Það var Teiknistofan hf., sem sá um hönnunina en hún var að miklu leyti byggð á fjölnota íþróttahöll sem staðsett var í Osaka í Japan. Höllin var reist árið 1983 og bar heitið Osaka-Jo Hall. Jón Hjaltalín Magnússon, þáverandi formaður HSÍ, hafði meðal annars gert sér ferð til Japans árið 1988, þar sem hann virti höllina fyrir sér ásamt öðrum aðilum innan handknattleikssambands Íslands. Samkvæmt teikningum var gert ráð fyrir að höllin yrði 7.500 fermetrar að stærð og átti hún að rúma 8.000 manns í sæti. Í húsinu átti einnig að vera rými fyrir ráðstefnur og sýningar. Ráðgert var að höllin yrði reist við hliðina á Laugardalshöllinni á þeim stað sem frjálsíþróttahöllin er í dag. Það er ljóst að um var að ræða nokkuð volduga byggingu; hringlaga og fyrirferðarmikl

Fimm þúsund sæta stúka gæti fengist á 50 milljónir

Það myndi kosta nokkra tugi milljóna króna að fjárfesta í færanlegu stúkukerfi sem myndi nýtast flestum íþróttagreinum innanhús hérlendis auk tónleika- og ráðstefnuhalds en það tíðkast víða erlendis að ríki eða sveitarfélög fjárfesti í þess konar kerfi. Fyrirspurnir voru sendar til nokkurra fyrirtækja sem sérhæfa sig á þessu sviði og er útkoman sú að um nokkuð ódýrari fjárfestingu er að ræða en ráð hefur verið gert fyrir. Spurt var um hver kostnaðurinn væri ef fjárfest væri í stúkukerfi sem hægt væri að setja upp á skömmum tíma og gæti rúmað 5,000 manns í sæti. Í fyrstu yrði miðað við það að setja kerfið upp í knattspurnuhöll eða frjálsíþróttahöllinni en í framtíðinni yrði kerfið síðan framtíðaráhorfendaaðstaða í fjölnota íþróttahöll sem draumur margra er um að rísi hér á landi í náinni framtíð. Tölur á bilinu 150 – 300 milljónir króna hafa verið nefndar í sambandi við möguleg kaup á færanlegum stúkum en ljóst er að kostnaðurinn er mun lægri. Í svari sem Sport.is barst frá ein

Laugardalshöll að daga uppi

Laugardalshöllin er að daga uppi sem ein elsta keppnishöll Evrópu ef rýnt er í síðustu undankeppnir í hand- og körfubolta. Það er staðreynd. Það er líka staðreynd að frá síðustu aldamótum hafa 62% Evrópuþjóða byggt nýjar þjóðarhallir yfir helstu knattgreinar innanhúss auk íshokkís. Sé litið til byrjun tíunda áratugs síðustu aldar er prósentutalan 80%. Íslendingar tilheyra þeim 10% sem notast að staðaldri við hallir sem voru byggðar fyrir 1970. Það er augljóst að tíma Laugardalshallarinnar sem alvöru keppnishöll á fyrir löngu að vera lokið. Því til rökstuðnings verður hér m.a. fjallað um lífsskeið íþróttahalla (arena life-span) og sú staðreynd skoðuð að með örari tækniþróun minnkar endingartími íþróttahalla. Auk þess verður vitnað í tvo arkitekta varðandi endingartíma íþróttahalla og meistararitgerð frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð er skoðuð en hún tekur á hugtökunum efnahagslegu og tæknilegu lífsskeiði íþróttahalla. Talað fyrir daufum eyrum Landsliðsþjálfarar, landsliðsfyrirl

Dæmisaga um Þjóðarhöll

Það vakti nokkra athygli þegar nýráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik, Geir Sveinsson, lét hafa eftir sér í viðtali á þessum miðli að íslenska landsliðinu vantaði heimavöll. Aðgengi landsliðsins að Laugardalshöllinni, sem á að heita höfuðvígi landsliðsins, er af mjög skornum skammti og má því miður segja að þetta flaggskipp íslenskra íþrótta hafi verið þar hornreka. Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði landsliðsins, tók enn dýpra í árinni í viðtali við Morgunblaðið á síðasta ári þar sem hann sagði að Höllin væri einfaldlega ólöglegur keppnistaður í alþjóðahandknattleik. Samkvæmt reglugerðum er hún það og spurning hversu lengi hún fær að vera á undanþágu. Það er löngu vitað mál að hér þarf að byggja fjölnota íþróttahöll sem rúmar að minnsta kosti 8.000 manns í sæti. Það grátlega við þetta allt saman er að fyrir rúmum 25 árum gafst Íslendingum fullkomið tækifæri á því að reisa þess konar byggingu í tengslum við HM 95 í handbolta en líkt og með svo margt annað hérlendis fó