Íbúafjöldinn í Andorra er 85 þúsund, samanborið við þá 330 þúsund einstaklinga sem búa á Íslandi. Þrátt fyrir það er þjóðarhöll Andorramanna í innanhúsíþróttum mun stærri en þjóðarhöll Íslendinga, Laugardalshöllin. Þjóðarhöllin í Andorra sem ber heitið Poliesportiu d'Andorra tekur 5.000 manns í sæti og er því rúmlega helmingi stærri en Laugardalshöllin. Hún er auk þess mun yngri en Poliesportiu d'Andorra var vígð árið 1991 en Laugardalshöllin var tekin í notkun haustið 1965. Hvað segir það okkur?