Gradska arena Zenica er fjölnota íþróttahöll í Bosníu. Hún var tekin í notkun árið 2009 og rúmar 6.145 manns í sæti en byggingarkostnaður hennar nam um 1,8 milljarði íslenskra króna.
Höllin er heimavallarvígi handbolta- og körfuboltalandsliða Bosníu og er hún algjör gryfja og gríðarlega erfitt fyrir andstæðinga Bosníu að ná úrslitum þar.
Samskonar íþróttahöll myndi sóma sér vel í Reykjavík og er Gradska arena Zenica gott dæmi um ódýrar fjölnota íþróttahallir þar sem íburður og sýndarmennska eru ekki aðalatriðin heldur notagildi og notendavæn rými.
Ummæli
Skrifa ummæli