Fara í aðalinnihald

Fimm þúsund sæta stúka gæti fengist á 50 milljónir

Það myndi kosta nokkra tugi milljóna króna að fjárfesta í færanlegu stúkukerfi sem myndi nýtast flestum íþróttagreinum innanhús hérlendis auk tónleika- og ráðstefnuhalds en það tíðkast víða erlendis að ríki eða sveitarfélög fjárfesti í þess konar kerfi.

Fyrirspurnir voru sendar til nokkurra fyrirtækja sem sérhæfa sig á þessu sviði og er útkoman sú að um nokkuð ódýrari fjárfestingu er að ræða en ráð hefur verið gert fyrir. Spurt var um hver kostnaðurinn væri ef fjárfest væri í stúkukerfi sem hægt væri að setja upp á skömmum tíma og gæti rúmað 5,000 manns í sæti.

Í fyrstu yrði miðað við það að setja kerfið upp í knattspurnuhöll eða frjálsíþróttahöllinni en í framtíðinni yrði kerfið síðan framtíðaráhorfendaaðstaða í fjölnota íþróttahöll sem draumur margra er um að rísi hér á landi í náinni framtíð.

Tölur á bilinu 150 – 300 milljónir króna hafa verið nefndar í sambandi við möguleg kaup á færanlegum stúkum en ljóst er að kostnaðurinn er mun lægri.

Í svari sem Sport.is barst frá einu fyrirtækjanna kemur fram að áhorfendastúka, sem hægt er að setja upp á tveimur dögum, með sætum fyrir 5.000 manns kostar 54 milljónir króna. 8.000 sæta stúka kostar rúmlega 86 milljónir króna frá sama fyriræki. Verðið gæti þó lækkað eða hækkað aðeins við nánari útfærslu.

Í svari frá öðru fyrirtæki kemur fram að 5.000 sæta áhorfendastúka með sætum fyrir aftan mörkin en auðum hornum kostar rúmar 63 milljónir króna en ef sætum er bætt í hornin og hringnum lokað kostar fjárfestingin rúmar 77 milljónir króna. Í grunnteikningu sem Sport.is barst frá fyrirtækinu er ljóst að um er að ræða ræða glæsilega umgjörð, líklega eins og best gerist erlendis en 12 gáma þyrfti til að flytja það hingað til lands.
Ekki lengi að borga sig upp
Ef við gerum ráð fyrir að handknattleikslandsliðið spili þrjá til fjóra leiki í undankeppnum eða umspili á ári þar sem aðgöngumiðinn kostar 2.500 krónur og ef áhuginn er viðlíka og síðustu ár má gera ráð fyrir að uppselt yrði á leikina. HSÍ myndi þá fá rúmar 12.5 milljónir króna í kassann eftir hvern leik eða rúmar 50 milljónir á ári.

Að auki bætast við landsleikir í körfuknattleik auk þess sem boðið væri upp á aðstöðu fyrir sérsambönd að halda álíka keppni og fimleikasambandið hélt í frjálsíþróttahöllinni fyrir skömmu. En með kaupum á hreyfanlegu stúkukerfi væri fimleikasambandið í stakk búið að halda Evrópumót í hópfimleikum á nýjan leik án kostnaðar við að flytja inn stúkukerfi.

Í svörum við fyrirspurnum Sport.is kemur ennfremur í ljós að  það hefur færst mjög í vöxt að ríki, sveitarfélög eða sérsambönd fjárfesti í svona stúkukerfum víðsvegar um heim. Það er tiltölulega ódýrt ef mið er tekið af byggingu íþróttahallna og hægt er að setja þau upp og taka þau niður á skömmum tíma.

Hér fyrir neðan er mynd af færanlegu stúkukerfi sem auðvelt yrði að setja upp, t.a.m. í knatthúsum sem eru algeng hérlendis.
Pistill sem ég skrifaði og birtist á Sport.is, 28. október 2014.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Nýtt íþróttahús í Njarðvík?

Íþróttahúsið í Njarðvík, Ljónagryfjan svokallaða, er elsta keppnishúsið sem er í notkun í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Húsið var tekið í notkun árið 1973 og stendur við grunnskóla Njarðvíkur. Ef mið er tekið af íþróttahúsum sem byggð hafa verið hérlendis á síðasta áratug eða eru í byggingu er ljóst að mannvirkið er allt of lítið; ekki er nægilegt rými umhverfis keppnisgólfið og þá er takmörkuð aðstaða fyrir áhorfendur. Húsið er einfaldlega of lítið fyrir starfsemi félagsins. Vitaskuld er Ljónagryfjan fallegt og skemmtilegt íþróttahús og er það eitt af djásnum íslensks körfubolta en því miður er það ekki boðlegt lengur sem heimavöllur eins sigursælasta körfuknattleiksfélags landsins. ,,Ljónagryfjan" í Njarðvík. Skjáskot: Ja.is. Mikil íbúafjölgun Árið 1973 voru íbúar Njarðvíkur 1.700 en í dag búa yfir 6.000 manns í Njarðvíkurhluta Reykjanesbæjar. Fjölgun íbúa í Njarðvík nemur því um 250% á tímabilinu og er ljóst að þörf er á aðgerðum af hálfu bæjaryfirvalda sem

Nýtt körfuboltahús Hauka, Ólafssalur

Körfuknattleikslið Hauka mun spila á nýjum heimavelli á komandi leiktíð Domino's deildar karla og kvenna. Um er að ræða sérhæft körfuknattleikshús sem mun nær eingöngu þjónusta körfuknattleiksdeild Hauka. Um er að ræða einstakt hús á íslenska vísu og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort önnur félög fylgi í kjölfarið. Keppnissalurinn er sérhannaður fyrir körfubolta og stúkan mun rúma 1100 manns en samkvæmt fréttum geta allt að 2.000 manns komist fyrir með því að raða fólki þétt á svölunum. Engin hefðbundin leikklukka verður í húsinu heldur verður stöðu, tíma og stigaskori varpað upp á LED skjái í sitthvorum enda vallarins. Meðfylgjandi myndir voru teknar af Erni Eyjólfssyni, ljósmyndara Fréttablaðsins, og birtist í frétt blaðsins um íþróttamannvirkið síðastliðið vor. Þá var áhorfendaaðstaðan ekki komin til landsins en hún ætti að vera kominn upp fyrir upphaf körfuknattleikstímabilsins í haust. Mynd: Örn Eyjólfsson, Fréttablaðið. Mynd: Örn Eyjólfsson, F

Laugardalshöllin: gömul, eldri, elst

Þegar fjórar síðustu undankeppnir í EM í handbolta eru skoðaðar kemur í ljós að Laugardalshöll er langelsta íþróttahöllin sem er notuð að staðaldri í keppnisleikjum í Evrópu. Fjölnota íþróttahöll. Alls fóru fram 12 landsleikir í í Laugardalshöll í undankeppni EM á þessu tímabili, eða allir heimaleikir Íslands. Auk Laugardalshallarinnar fóru á þessu tímabili fram landsleikir í 12 öðrum íþróttahöllum sem reistar voru fyrir 1970. Engin þeirra hýsti jafnmarga leiki og Laugardalshöllin en þær hallir sem komust næst Laugardalshöllinni hýstu fjóra leiki á þessu tímabili, eða að meðaltali einn leik í hverri undankeppni. Þær hallir sem hýstu fjóra landsleiki voru Yunost Sports Palace (1967) í Chelyabinsk í Rússlandi, Dvorana Mirza Delibasic (1969) í Sarajevo í Bosníu og Minsk Sports Palace (1966) í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Þessar þrjár íþróttahallir eru allar handan austantjaldsins en Ísland er eina Vestur-Evrópu þjóðin þar sem landsleikir í handknattleik eru leiknir að s