Bossard Arena er fjölnota íþróttahöll í Zug í Sviss. Hún var
tekin í notkun árið 2010 og þykir glæsilegt mannvirki.
Höllin rúmar 4.663 áhorfendur í sæti og er meginnotkun hennar tengd íshokkí en hún er m.a. heimavöllur svissneska íshokkíliðsins EV Zug.
Auk þess hafa svissnesku hand- og körfuknattleikslandsliðin einnig fengið þar inni annað slagið.
Bossard Arena er hluti af umfangsmikilli uppbyggingu á svæðinu en 19 hæða skrifstofu- og íbúðaturn er sambyggður höllinni.
Samtals nam heildarkostnaður uppbyggingarinnar um 8 milljörðum króna. Kostnaður við byggingu hallarinnar var um 3.7 milljarðar króna.
Höllin var byggð þegar ljóst var að helsta keppnishöllin í Zug stóðst ekki nútímakröfur enda tekin í notkun árið 1967 (tveimur árum seinna en Laugardalshöll). Gamla höllin vék því fyrir nýju höllinni og var rifin.
Höllin rúmar 4.663 áhorfendur í sæti og er meginnotkun hennar tengd íshokkí en hún er m.a. heimavöllur svissneska íshokkíliðsins EV Zug.
Auk þess hafa svissnesku hand- og körfuknattleikslandsliðin einnig fengið þar inni annað slagið.
Bossard Arena er hluti af umfangsmikilli uppbyggingu á svæðinu en 19 hæða skrifstofu- og íbúðaturn er sambyggður höllinni.
Samtals nam heildarkostnaður uppbyggingarinnar um 8 milljörðum króna. Kostnaður við byggingu hallarinnar var um 3.7 milljarðar króna.
Höllin var byggð þegar ljóst var að helsta keppnishöllin í Zug stóðst ekki nútímakröfur enda tekin í notkun árið 1967 (tveimur árum seinna en Laugardalshöll). Gamla höllin vék því fyrir nýju höllinni og var rifin.
Mynd: Luftaufnahme Bossard Arena Zug von Skymotion.ch.
Mynd: Priva.com. |
Mynd: Keystone/Alexandra Wey. |
Ummæli
Skrifa ummæli