Fara í aðalinnihald

Moldóva byggir nýja þjóðarhöll

Framkvæmdir hófust í síðasta mánuði við byggingu nýs þjóðarleikvangs fyrir innanhúsíþróttir í Moldóvu. Um er að ræða stóra fjölnota íþróttahöll sem mun rísa í útjaðri höfuðborgar landsins, Chisinau, og er áætlað að hún hýsi 5.000 áhorfendur í sæti.

Íþróttahöllin hefur verið nefnd Chisinau Arena en auk hennar munu önnur íþróttamannvirki rísa á þessu 10 hektara svæði. Ætlunin er að svæðið verði heimsklassa íþróttasvæði.

Kostnaðaráætlun fyrir byggingu hallarinnar gerir ráð fyrir fjárfestingu upp á rúma 6 milljarða króna. Moldóvska ríkið mun sjá alfarið um fjármögnun íþróttahallarinnar í formi raðgreiðslna til tyrkneska byggingafyrirtækisins Summa sem mun annast framkvæmdirnar og kosta verkefnið ásamt SAM Investment Company.

Um er að ræða svokallaða sammvinuleið hins opinbera og einkaaðila (e. private-public partnership).

Hið opinbera mun reiða fyrstu greiðsluna af hendi þegar 10% af uppbyggingu hallarinnar er lokið en samkvæmt opinberu samkomlagi mun moldóvska ríkið greiða framkvæmdirnar að fullu 12 árum eftir að byggingu hallarinnar er lokið.

Moldóva er enn ein Evrópuþjóðin sem ákveðið hefur að reisa nýjan þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir til að mæta nútímakröfum og reglugerðum í tengslum við fjölnota íþróttahallir. Ísland er eitt örfárra Evrópulanda sem sýnir byggingu nýrrar þjóðarhallar lítinn sem engan áhuga.

Sem stendur er Laugardalshöll ein elsta keppnishöllin sem notuð er að staðaldri í alþjóðlegum keppnisleikjum í Evrópu auk þess sem hún rúmar mun færri áhorfendur en áður vegna strangari reglugerða um öryggi í keppnishöllum.

Hér að neðan er líkan af fyrirhugaðri íþróttahöll í Moldóvu og hvernig umhorfs verður þar inni.




Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Nýtt íþróttahús í Njarðvík?

Íþróttahúsið í Njarðvík, Ljónagryfjan svokallaða, er elsta keppnishúsið sem er í notkun í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Húsið var tekið í notkun árið 1973 og stendur við grunnskóla Njarðvíkur. Ef mið er tekið af íþróttahúsum sem byggð hafa verið hérlendis á síðasta áratug eða eru í byggingu er ljóst að mannvirkið er allt of lítið; ekki er nægilegt rými umhverfis keppnisgólfið og þá er takmörkuð aðstaða fyrir áhorfendur. Húsið er einfaldlega of lítið fyrir starfsemi félagsins. Vitaskuld er Ljónagryfjan fallegt og skemmtilegt íþróttahús og er það eitt af djásnum íslensks körfubolta en því miður er það ekki boðlegt lengur sem heimavöllur eins sigursælasta körfuknattleiksfélags landsins. ,,Ljónagryfjan" í Njarðvík. Skjáskot: Ja.is. Mikil íbúafjölgun Árið 1973 voru íbúar Njarðvíkur 1.700 en í dag búa yfir 6.000 manns í Njarðvíkurhluta Reykjanesbæjar. Fjölgun íbúa í Njarðvík nemur því um 250% á tímabilinu og er ljóst að þörf er á aðgerðum af hálfu bæjaryfirvalda sem

Nýtt körfuboltahús Hauka, Ólafssalur

Körfuknattleikslið Hauka mun spila á nýjum heimavelli á komandi leiktíð Domino's deildar karla og kvenna. Um er að ræða sérhæft körfuknattleikshús sem mun nær eingöngu þjónusta körfuknattleiksdeild Hauka. Um er að ræða einstakt hús á íslenska vísu og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort önnur félög fylgi í kjölfarið. Keppnissalurinn er sérhannaður fyrir körfubolta og stúkan mun rúma 1100 manns en samkvæmt fréttum geta allt að 2.000 manns komist fyrir með því að raða fólki þétt á svölunum. Engin hefðbundin leikklukka verður í húsinu heldur verður stöðu, tíma og stigaskori varpað upp á LED skjái í sitthvorum enda vallarins. Meðfylgjandi myndir voru teknar af Erni Eyjólfssyni, ljósmyndara Fréttablaðsins, og birtist í frétt blaðsins um íþróttamannvirkið síðastliðið vor. Þá var áhorfendaaðstaðan ekki komin til landsins en hún ætti að vera kominn upp fyrir upphaf körfuknattleikstímabilsins í haust. Mynd: Örn Eyjólfsson, Fréttablaðið. Mynd: Örn Eyjólfsson, F

Landsliðsmenn um Laugardalshöll árið 1994: ,,á engan hátt samboðin þeirri reisn sem við viljum að íslenskur handknattleikur standi fyrir."

Íslenskir handboltalandsliðsmenn töldu sig illa svikna þegar ljóst var að ný keppnishöll myndi ekki rísa fyrir HM 95. Að þeirra mati var Laugardalshöllin úrelt bygging og engan veginn í stakk búin til að hýsa stórleiki á heimsmeistaramóti sem og aðra leiki að því loknu. Auðvitað var þessi höll þeim öllum kær en að þeirra mati áttu tilfinningar ekki að ráða för í þessu máli. Í júlí 1994, rúmum tíu mánuðum fyrir setningu heimsmeistaramótsins, sendu landsliðsmennirnir aðsenda grein í Morgunblaðið undir yfirskriftinni ,,Við gerum okkar besta - en ..." þar sem framtaksleysi stjórnvalda var harðlega gagnrýnt. ,,V ið höfum allir átt ógleymanlegar stundir í Laugardalshöllinni og margir af stærstu sigrum íslenska landsliðsins hafa einmitt verið þar. Hins vegar verður að viðurkennast að þessi 30 ára gamla bygging er barn síns tíma og á engan hátt samboðin þeirri reisn sem við viljum að íslenskur handknattleikur standi fyrir ," stóð m.a. í greininni. ,,Þ að er hins vegar alveg lj