Fyrir 8 árum vígðu Írar nýjan þjóðarleikvang fyrir
knattspyrnu- og rugbylandslið þjóðarinnar í höfuðborginni Dyflinni í stað hins
víðfræga Landsdowne Road.
Byggingarkostnaður leikvangsins, sem fékk heitið Aviva
Stadium, nam um 57 milljarða íslenskra króna en hið opinbera reiddi 27
milljarða af þeirri upphæð.
Allt frá því að leikvangurinn var tekinn í notkun hafa
margir furðað sig á staðsetningu og hönnun mannvirkisins.
Knattspyrnusamband Írlands ákvað í samráði við
borgaryfirvöld í Dyflinni og hið opinbera að nýr þjóðarleikvangurinn skildi
rísa á sama stað og Landsdowne Road sem yrði því rifinn.
Ekki voru allir á eitt sáttir við þá ákvörðun en íbúabyggð
þrengri mjög að Landsdowne Road og því viðbúið að mjög þröngt yrði um
fyrirhugaðan leikvang sem ráðgert var að yrði mun stærri. Rýmri og hentugri byggingarsvæði voru til staðar í og í nánd við borgina en engum var haggað í þessum efnum. Nýji leikvangurinn myndi standa þar sem Landsdowne Road stóð.
Aviva Stadium reis á
þremur árum einungis fáeinum metrum frá íbúðarhúsnæði nánast á alla kanta. Við
hönnun leikvangsins var önnur skammhliðin, norðurendi leikvangsins, nánast
klippt burt og eru þar einungis nokkur þúsund sæti sem stuðningsmenn aðkomuliða
fá úthlutað.
Stuðningsmenn írska landsliðsins í knattspyrnu kvarta sáran yfir stemmningsleysi á vellinum og tala margir núna um hið 57 milljarða flopp sem er Aviva leikvangurinn.
Nýji leikvangurinn er umkringur íbúabyggð. Heimild: Googlemaps. |
Nágrannar Aviva Stadium. Heimild: Googlemaps. |
Leikvangurinn þykir mjög sérstakur í laginu. Heimild: Sport1. |
Ummæli
Skrifa ummæli