Fyrir
stuttu voru kynntar hugmyndir um mikla uppbyggingu nálægt miðborg Bergen í
Noregi en þar er meðal annars ráðgert að reisa glæsilega fjölnota íþróttahöll
auk hótels, kvikmyndahúss og lögregluskóla.
Yfirbragð svæðsins á að vera grænt og hið náttúrulega umhverfi á að vera í fyrirrúmi. Sú ásjóna er í algjörri andstöðu við útlit svæðisins í dag þar sem gríðarlega stórt, fjögurra hæða bílastæðahús rís upp úr malbikinu og setur mikinn og miður góðan svip á umhverfið.
Ný höll í bígerð í 10 ár
Borgaryfirvöld í Bergen hafa haft uppi áform um byggingu nýrrar fjölnota íþróttahallar í um 10 ára skeið en helsta íþróttahöll borgarinnar, Haukelandshallen, var tekin í notkun árið 1970 og þykir úrelt mannvirki samkvæmt nútímastöðlum.
Hin nýja fjölnota íþróttahöll verður glæsilegt mannvirki og mun rúma 8.200 manns í sæti eða 3.200 fleiri áhorfendur en rúmast í Haukelandshallen.
Gríðarlega mikil uppbyggingu á sér nú stað á íþróttamannvirkjum á Norðurlöndum og þá sérstaklega íþróttahöllum en meirihluti þeirra halla sem nú er verið að skipta út voru reistar á árabilinu 1965 – 1975.
Til samanburðar hófst bygging Laugardalshallarinnar árið 1959 og var hún tekin í notkun árið 1965.
Hér að neðan má sjá tölvuteiknaðar myndir af fyrirhugaðri fjölnota íþróttahöll í Bergen.
Hér að neðan má sjá mynd af hinu gríðarlega stóra bílastæðahúsi í Bergen sem ráðgert er að fari undir fyrirhugaða uppbyggingu. Síðan er mynd af gömlu íþróttahöllinni sem nefnist Haukelandshallen. Að lokum sést á korti hvar nýja íþróttahöllin á að rísa og hvar sú gamla er staðsett innan borgarmarkanna.
Yfirbragð svæðsins á að vera grænt og hið náttúrulega umhverfi á að vera í fyrirrúmi. Sú ásjóna er í algjörri andstöðu við útlit svæðisins í dag þar sem gríðarlega stórt, fjögurra hæða bílastæðahús rís upp úr malbikinu og setur mikinn og miður góðan svip á umhverfið.
Ný höll í bígerð í 10 ár
Borgaryfirvöld í Bergen hafa haft uppi áform um byggingu nýrrar fjölnota íþróttahallar í um 10 ára skeið en helsta íþróttahöll borgarinnar, Haukelandshallen, var tekin í notkun árið 1970 og þykir úrelt mannvirki samkvæmt nútímastöðlum.
Hin nýja fjölnota íþróttahöll verður glæsilegt mannvirki og mun rúma 8.200 manns í sæti eða 3.200 fleiri áhorfendur en rúmast í Haukelandshallen.
Gríðarlega mikil uppbyggingu á sér nú stað á íþróttamannvirkjum á Norðurlöndum og þá sérstaklega íþróttahöllum en meirihluti þeirra halla sem nú er verið að skipta út voru reistar á árabilinu 1965 – 1975.
Til samanburðar hófst bygging Laugardalshallarinnar árið 1959 og var hún tekin í notkun árið 1965.
Hér að neðan má sjá tölvuteiknaðar myndir af fyrirhugaðri fjölnota íþróttahöll í Bergen.
Tölvuteiknuð mynd: 3XN Architects. |
Tölvuteiknuð mynd: 3XN Architects. |
Tölvuteiknuð mynd: 3XN Architects. |
Hér að neðan má sjá mynd af hinu gríðarlega stóra bílastæðahúsi í Bergen sem ráðgert er að fari undir fyrirhugaða uppbyggingu. Síðan er mynd af gömlu íþróttahöllinni sem nefnist Haukelandshallen. Að lokum sést á korti hvar nýja íþróttahöllin á að rísa og hvar sú gamla er staðsett innan borgarmarkanna.
Mynd: Sindre Helgheim/NRK. |
Mynd: Google Maps. |
Samsett mynd höfundar unnin upp úr Google Maps. |
Ummæli
Skrifa ummæli