Ef stjórnvöld eru treg til að byggja nýjan þjóðarleikvang
fyrir innanhúsíþróttir á næstu 5 árum, legg ég til að fundinn verði framtíðarstaðsetning
nýs leikvangs.
Í kjölfarið verði reist þar bráðabirgðaskel; grindarhús í stíl við knattspyrnuhallirnar, einungis minna í sniðum. Síðan verði fjárfest í bráðabrigða stúkukerfi fyrir sex til sjö þúsund áhorfendur.
Svona fjárfesting gæti numið á bilinu 400 – 700 milljónir króna.
Þarna væri hægt að halda innitónleika, alþjóðlegar fimleikakeppnir, ráðstefnur og margt meira í bland við íþróttakappleiki.
Með reglubundnu viðhaldi og öryggisskoðunum gætið mannvirkið staðið óhaggað um áraraðir. Bráðabirgðaíþróttamannvirki hafa þróast mikið gegnum árin en þau þurfa að standast miklar öryggiskröfur.
Dæmi eru um að knattspyrnulið hafi reist bráðabirgðaleikvanga til að brúa bilið þangað til framkvæmdir við byggingu nýs leikvangs hefjist. Knattspyrnulið í Christchurch í Nýja-Sjálandi reisti t.a.m. bráðabirgðaleikvang á innan við 100 dögum árið 2011 og er ráðgert að hann verði í notkun til ársins 2022 (sjá meðfylgjandi mynd).
Í nýrri bráðabrigða keppnishöll í Laugardal gætu landsliðin í hand- og körfuknattleik stundað æfingar af kappi fyrir keppnisleiki og á sama tíma verður rýmra um æfingar fyrir aðra í Laugardalshöllinni.
Síðan þegar búið verður að ákveða hvenær nýr þjóðarleikvangur innanhússíþrótta verður reistur, verður auðvelt verk að taka niður stúkuna og skelina. Í kjölfarið væri hægt að selja heila klappið.
Þegar sumarólympíuleikunum í London árið 2012 lauk var ljóst að fjarlægja þyrfti þau bráðabirgðamannvirki sem höfðu verið reist fyrir leikana. Meðal þessara mannvirkja var körfuknattleikshöllin en hún þótti eitt best heppnaða mannvirki leikanna.
Höllin var tekin niður og var skelin seld fyrir um 300 milljónir króna og 12.000 sæta stúkukerfið var falt fyrir um 450 milljónir króna.
Þegar ég spurðist fyrir um kostnað við kaup á 5.000 sæta stúkukerfi fyrir nokkrum árum síðan var svarið við spurningunni um 50 milljónir króna (sjá meðfylgjandi mynd).
Neðstu fimm myndirnar eru af körfuboltahöllinni sem var í notkun á Ólympíuleikunum í London árið 2012.
Í kjölfarið verði reist þar bráðabirgðaskel; grindarhús í stíl við knattspyrnuhallirnar, einungis minna í sniðum. Síðan verði fjárfest í bráðabrigða stúkukerfi fyrir sex til sjö þúsund áhorfendur.
Svona fjárfesting gæti numið á bilinu 400 – 700 milljónir króna.
Þarna væri hægt að halda innitónleika, alþjóðlegar fimleikakeppnir, ráðstefnur og margt meira í bland við íþróttakappleiki.
Með reglubundnu viðhaldi og öryggisskoðunum gætið mannvirkið staðið óhaggað um áraraðir. Bráðabirgðaíþróttamannvirki hafa þróast mikið gegnum árin en þau þurfa að standast miklar öryggiskröfur.
Dæmi eru um að knattspyrnulið hafi reist bráðabirgðaleikvanga til að brúa bilið þangað til framkvæmdir við byggingu nýs leikvangs hefjist. Knattspyrnulið í Christchurch í Nýja-Sjálandi reisti t.a.m. bráðabirgðaleikvang á innan við 100 dögum árið 2011 og er ráðgert að hann verði í notkun til ársins 2022 (sjá meðfylgjandi mynd).
![]() |
| Mynd: Ausleisure.com |
Í nýrri bráðabrigða keppnishöll í Laugardal gætu landsliðin í hand- og körfuknattleik stundað æfingar af kappi fyrir keppnisleiki og á sama tíma verður rýmra um æfingar fyrir aðra í Laugardalshöllinni.
Síðan þegar búið verður að ákveða hvenær nýr þjóðarleikvangur innanhússíþrótta verður reistur, verður auðvelt verk að taka niður stúkuna og skelina. Í kjölfarið væri hægt að selja heila klappið.
Þegar sumarólympíuleikunum í London árið 2012 lauk var ljóst að fjarlægja þyrfti þau bráðabirgðamannvirki sem höfðu verið reist fyrir leikana. Meðal þessara mannvirkja var körfuknattleikshöllin en hún þótti eitt best heppnaða mannvirki leikanna.
Höllin var tekin niður og var skelin seld fyrir um 300 milljónir króna og 12.000 sæta stúkukerfið var falt fyrir um 450 milljónir króna.
Þegar ég spurðist fyrir um kostnað við kaup á 5.000 sæta stúkukerfi fyrir nokkrum árum síðan var svarið við spurningunni um 50 milljónir króna (sjá meðfylgjandi mynd).
Neðstu fimm myndirnar eru af körfuboltahöllinni sem var í notkun á Ólympíuleikunum í London árið 2012.
![]() |
| Mynd: Pakar Seating. |






Ummæli
Skrifa ummæli