Áformað er að glæsilegt fjölnota íþróttahús rísi í
Vetrarmýri í Garðabæ og verði tilbúið í árslok 2020.
Bæjaryfirvöld í Garðabæ efndu til
hugmyndasamkeppni í upphafi ársins þar sem tillaga verktakafyrirtækisins ÍAV
varð fyrir valinu.
Mannvirkið verður yfirbyggður
knattspyrnuvöllur í fullri stærð, auk annarrar aðstöðu, en m.a. verður hægt að
koma 800 manns fyrir í sætum í upphækkaðri stúku.
Verkefnið er hluti af mikilli uppbyggingu á
svæðinu við Vífilsstaði þar sem m.a. er gert ráð fyrir 1.500 íbúðum.
Áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar á knatthúsinu er talin muni nema 4,2 milljörðum króna.
Meðfylgjandi myndir eru frá Íslenskum aðalverktökum og arkitektastofunni ASK:
 |
| Mynd: ÍAV og arkitektastofan ASK. |
 |
| Mynd: ÍAV og arkitektastofan ASK. |
 |
| Mynd: ÍAV og arkitektastofan ASK. |
 |
| Mynd: ÍAV og arkitektastofan ASK. |
 |
| Mynd: ÍAV og arkitektastofan ASK. |
 |
| Mynd: ÍAV og arkitektastofan ASK. |
 |
| Mynd: ÍAV og arkitektastofan ASK. |
 |
| Mynd: ÍAV og arkitektastofan ASK. |
 |
| Mynd: ÍAV og arkitektastofan ASK. |
Ummæli
Skrifa ummæli