Siauliai Arena er fjölnota íþróttahöll sem er staðsett í
Siauliai í Litháen. Hún var tekin í notkun árið 2007 og tekur 5.700 manns í
sæti á íþróttakappleikjum.
Íbúafjöldi Siauliai er rúmlega 108 þúsund sem þýðir
að þar búa um 122 þúsund færri íbúar en á höfuðborgarsvæðinu hérlendis.
Byggingarkostnaður mannvirkisins nam um þremur milljörðum
íslenskra króna á núvirði en hún er ein sjö stórra og nútímalegra íþróttahalla
sem Litháar hafa byggt á síðastliðnum 16 árum.
Innanhússíþróttamannvirki Litháens eru talin ein þó
nútímavæddustu í Evrópu og þá þykir notagildi þeirra gríðarlega gott.
Siauliai Arena er dæmi um íþróttahöll sem myndi sóma sér
vel hérlendis.



Ummæli
Skrifa ummæli