Þegar Ísland hélt HM í handbolta fór úrslitaleikurinn fram
í íþróttahöll þar sem stæðum var komið fyrir í stað sæta. Sæti voru látin víkja
fyrir auðum rýmum svo troða mætti fleira fólki inn í höllina. Það gæti staðið
þétt við hvert annað. Gott og blessað.
8.000 sæta höllin sem ríkisstjórn Íslands hafði sagst ætla
að byggja fyrir lokakeppnina umbreyttist í gamla og þreytta íþróttahöll sem
gæti einungis rúmað um 4.200 áhorfendur á úrslitaleik í lokakeppni HM í handbolta.
Því miður hafa margir erlendir aðilar örugglega hlegið yfir þessum málalyktum.
Til að bæta gráu ofan á svart var byggt við Laugardalshöll svo
koma mætti fyrir áhorfendastæðum fyrir aftan annað markið. Þessi viðbygging
þótti ekki merkileg enda stóð notkun hennar yfir í mjög stuttan tíma og sinnir
þessi viðbygging allt öðru hlutverki í dag.
Ekki þótti skemmtilegt að fylgjast með kappleikjum úr þessari nýju áhorfendaaðstöðu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd en mjög lágt var til lofts efst í henni.
![]() |
| Nýju áhorfendastæðin fyrir aftan annað markið þóttu ekki ýkja merkileg. |
![]() |
| Nýja viðbyggingin (útskotið við tjöldin tvö) leit út fyrir að vera einhverskonar skúr í engum takti við sjálfa íþróttahöllina. |
Tveimur árum eftir að HM fór fram á Íslandi var mótið haldið í Japan sem byggði heilar tvær nýjar íþróttahallir til að það yrði sem glæsilegast.
Skúrinn hér að ofan er arfleifð okkar Íslendinga frá HM 95. Já, það var byggður forláta skúr. Allt og sumt.


Ummæli
Skrifa ummæli