Belís er lítið land á austurströnd Mið-Ameríku, með landamæri að Mexíkó í norðvestri og Gvatemala í vestri og suðri. Þar búa um 370 þúsund manns og ríkir mikil fátækt í landinu.
Samt sem áður er byggingu nýrrar og glæsilegrar fjölnota íþróttahallar að ljúka en fyrir fáeinum árum var tekin sú ákvörðun að loka gömlu höllinni, sem var reist á áttunda áratuginum, þar sem hún var orðin úrelt.
Nýja höllin þykir mikið mannvirki og vonast stjórnvöld til þess að hún muni þjóna íbúum landsins til næstu 30 ára hið minnsta.

Ummæli
Skrifa ummæli