Íbúar Mið-Ameríkuríkisins Belís sprungu úr stolti þegar körfuboltalandslið þjóðarinnar vann til silfurverðlauna í Mið-Ameríkukeppninni í körfubolta, COCABA Championships, árið 2009. Liðið hafði beðið nauman ósigur fyrir Mexíkó í úrslitaleiknum og voru liðsmennirnir hylltir sem þjóðhetjur við heimkomuna enda í fyrsta skipti sem þjóðin vann til verðlauna í liðakeppni á alþjóðavettvangi. Við þetta tilefni gaf þáverandi forsætisráðherra landsins, Dean O. Barrow, landsmönnum loforð. ,,Ég ætla að lofa því hér með að ég mun finna fjármagn til að byggja fyrsta flokks körfuknattleikshöll. Þetta afrek körfuboltalandsliðsins á ekki minna skilið .“ Þáverandi þjóðarleikvangur innanhússíþrótta í Belís var reistur undir lok 8. áratugarins og stóðst ekki þær kröfur og reglugerðir sem gerðar eru til nútímaíþróttahalla. Engum hugnaðist að þetta frækna körfuboltalandslið þyrfta að spila við þess konar aðstæður. Engum. Níu árum eftir þennan frækna árangur var nýr þjóðarleikvangur fyrir innanhúsíþrót