Borgaryfirvöld í Tatabánya í Ungverjalandi hafa tekið ákvörðun um að reisa nýja fjölnota íþróttahöll í borginni og mun handknattleiksfélagið Grundfos Tatabánya njóta góðs af henni. Grundfos Tatabánya er gamalgróið félag sem varð síðast ungverskur meistari árið 1984 en alls hefur félagið fjórum sinnum verið handhafi ungverska meistaratitilsins. Á síðustu fjórum árum hefur félagið hafnað í þriðja sæti deildarinnar á eftir risunum Telekom Veszprém og Pick Szeged og er það von manna að með tilkomu nýju hallarinnar muni félagið gera harða atlögu að titlaeinokun hinna fyrrnefndu félaga. Áætlanir gera ráð fyrir að hin nýju íþróttahöll muni rúma 6.000 áhorfendur í sæti og af kynningarefni að dæmi er ljóst að um stórglæsilegt mannvirki er að ræða. Helsta íþróttahöll Tatabánya er Földe Imre Sportcsarnok og er hún komin vel til ára sinna. Hún var tekin í notkun árið 1976 og þykir úrelt og stenst ekki kröfur sem gerðar eru til nútímaíþróttamannvirkja. Íbúafjöldi Tatabánya er um 66 þúsund