Á síðasta ári lauk ég námi í Skipulagsfræði og fjallaði lokaritgerð mín um staðarvalsgreiningu fyrir þjóðarleikvang innanhússþrótta á höfuðborgarsvæðinu. Ég skoðaði höfuðborgarsvæðið í þaula og skimaði eftir hentugum svæðum innan þéttbýlisins sem og á jaðrinum. Ég ákvað að einskorða verkefnið ekki við Laugardalinn og nærsvæði en þrátt fyrir það var niðurstaðan á þá leið að fýsilegast væri að reisa nýja og stór fjölnota íþróttahöll í eða í grennd við Laugardalinn, þar sem helstu íþróttamannvirki þjóðarinnar eru staðsett. Þar eru innviðir til staðar auk þess sem nálægðin við fyrirhugaða borgarlínu er mikilvæg. Ég hef skrifað um suma staðarvalskostina á þessari síðu en í þessari færslu ætla ég að fjalla um þann staðarvalskost sem skoraði hæst í greiningunni. Hann var titlaður staðarvalskostur 3 - Engjavegur A, B og C. Innan þessa staðarvalskostar eru því þrjár útfærslur og mun ég fjalla um útfærslu Engjavegar A. Útfærsla þessa staðarvalskostar afmarkast af Engjavegi til suðurs og