Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2019

Nýr þjóðarleikvangur innanhússíþrótta gegnt Laugardalshöll við Engjaveg?

Á síðasta ári lauk ég námi í Skipulagsfræði og fjallaði lokaritgerð mín um staðarvalsgreiningu fyrir þjóðarleikvang innanhússþrótta á höfuðborgarsvæðinu. Ég skoðaði höfuðborgarsvæðið í þaula og skimaði eftir hentugum svæðum innan þéttbýlisins sem og á jaðrinum. Ég ákvað að einskorða verkefnið ekki við Laugardalinn og nærsvæði en þrátt fyrir það var niðurstaðan á þá leið að fýsilegast væri að reisa nýja og stór fjölnota íþróttahöll í eða í grennd við Laugardalinn, þar sem helstu íþróttamannvirki þjóðarinnar eru staðsett. Þar eru innviðir til staðar auk þess sem nálægðin við fyrirhugaða borgarlínu er mikilvæg. Ég hef skrifað um suma staðarvalskostina á þessari síðu en í þessari færslu ætla ég að fjalla um þann staðarvalskost sem skoraði hæst í greiningunni. Hann var titlaður staðarvalskostur 3 - Engjavegur A, B og C. Innan þessa staðarvalskostar eru því þrjár útfærslur og mun ég fjalla um útfærslu Engjavegar A.  Útfærsla þessa staðarvalskostar afmarkast af Engjavegi til suðurs og

Bossard Arena í Sviss

Bossard Arena er fjölnota íþróttahöll í Zug í Sviss. Hún var tekin í notkun árið 2010 og þykir glæsilegt mannvirki. Höllin rúmar 4.663 áhorfendur í sæti og er meginnotkun hennar tengd íshokkí en hún er m.a. heimavöllur svissneska íshokkíliðsins EV Zug. Auk þess hafa svissnesku hand- og körfuknattleikslandsliðin einnig fengið þar inni annað slagið. Bossard Arena er hluti af umfangsmikilli uppbyggingu á svæðinu en 19 hæða skrifstofu- og íbúðaturn er sambyggður höllinni. Samtals nam heildarkostnaður uppbyggingarinnar um 8 milljörðum króna. Kostnaður við byggingu hallarinnar var um 3.7 milljarðar króna. Höllin var byggð þegar ljóst var að helsta keppnishöllin í Zug stóðst ekki nútímakröfur enda tekin í notkun árið 1967 (tveimur árum seinna en Laugardalshöll). Gamla höllin vék því fyrir nýju höllinni og var rifin. Mynd: Luftaufnahme Bossard Arena Zug von Skymotion.ch . Mynd: Priva.com. Mynd: Keystone/Alexandra Wey.