Fyrir rúmum 15 árum varð einskonar vitundarvakning í Rúmeníu í málefnum sem tengjast íþróttamannvirkjum og uppbyggingu þeirra. Stjórnvöld og íþróttahreyfingin í landinu vöknuðu upp við vondan draum þegar þeirra helstu íþróttamannvirki, þjóðarleikvangarnir svokölluðu, voru orðin niðurnídd og gömul mannvirki. Þessi staðreynd var farin að hamla framþróun íþrótta í landinu. Forystumenn í íþróttahreyfingunni stilltu stjórnmálamönnum nánast upp við vegg og sögðu að þjóðin myndi dragast langt aftur úr í mörgum íþróttagreinum yrði ekkert að gert. Til allrar hamingju ákváðu stjórnvöld í Rúmeníu að gera eitthvað í málinu. Árið 2005 var staða mála þannig í Rúmeníu. Þjóðarleikvangurinn í knattspyrnu, Stadionul Național , sem var tekinn í notkun árið 1953 var orðinn 53 ára og þjóðarhöllin Sala Polivalentă din București, sem hafði verið vígð árið 1974 var orðin 31 árs. Til samanburðar þá var Laugardalsvöllurinn vígður árið 1959 og Laugardalshöll var tekin í notkun árið 1965. En það er ann