Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá október, 2019

Ný þjóðarhöll rís brátt í Færeyjum - Teiknuð af norskum arkitekt

Á meðan mál nýrrar þjóðarhallar á Íslandi eru í algjörri óvissu og nánast ekkert að gerast í þeim efnum, virðist annað vera uppi á teningnum hjá frændum vorum í Færeyjum. Líkt og margir vita þurftu Færeyingar að spila heimaleiki sína í síðustu undankeppni EM í handbolta utan Færeyja en íþróttahöllin á Hálsi í Þórshöfn, sem hefur verið á undanþágu um nokkurt skeið, telst nú vera óhæf til að hýsa alþjóðlega keppnisleiki í handbolta. Laugardalshöll okkar Íslendinga er einnig á undanþágu og bíða menn nú milli vonar og ótta um að EHF skelli ekki í lás þar líka. Hinn ískaldi raunveruleiki er hins vegar sá að það gæti gerst, fyrr en síðar. Færeyingar hafa brugðist við þeim leiðindagjörningi að vera úthýst úr íþróttahöllinni á Hálsi með því undirbúa byggingu nýrrar og stórrar þjóðarhallar. Norskir fjölmiðlar greina frá því að arkitektinn Stefan Ekberg hafi þegar verið fenginn til að teikna hið nýja mannvirki. ,,Forvinnan á að klárast fyrir jól,“ skrifaði staðarmiðillinn Möre í Noregi fy