Ef áætlanir ganga eftir mun Lettland eyða á næstu árum rúmum 13 milljörðum íslenskra króna í endurbætur og uppbyggingu nýrra íþróttamannvirkja sem eru og verða skilgreind sem þjóðarleikvangar. Ljóst er að nýr þjóðarleikvangur fyrir knattspyrnu mun rísa innan fárra ára og leysa af hólmi Skonto Stadions sem var tekinn í notkun árið 2000. Sá völlur þótti aldrei vel heppnaður sem þjóðarleikvangur og er hann m.a. opinn á aðra skammhliðanna þar sem bílastæðaplan er staðsett. Þá hefur þjóðarleikvangurinn í frjálsum íþróttum, Daugavas Stadions, gengið í gegnum miklar og gagngerar endurbætur sem þýðir að þar geta nú farið fram stór og veigamikil frjálsíþróttamót. Leikvangurinn var í nokkurri niðurníslu en eftir enduruppbygginguna er ljóst að um er að ræða glæsilegan frjálsíþróttaleikvang. Stjórnvöld í Lettlandi kynntu síðan fyrir stuttu hugmyndir að mikilli uppbyggingu á nærsvæði Daugavas Stadions og er ljóst að þar mun rísa hágæða, alhliða íþróttasvæði. Þarna er þeirra Laugardalur