Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá október, 2018

Glæsileg fjölnota íþróttahöll fyrirhuguð í Bergen í Noregi

Fyrir stuttu voru kynntar hugmyndir um mikla uppbyggingu nálægt miðborg Bergen í Noregi en þar er meðal annars ráðgert að reisa glæsilega fjölnota íþróttahöll auk hótels, kvikmyndahúss og lögregluskóla. Yfirbragð svæðsins á að vera grænt og hið náttúrulega umhverfi á að vera í fyrirrúmi. Sú ásjóna er í algjörri andstöðu við útlit svæðisins í dag þar sem gríðarlega stórt, fjögurra hæða bílastæðahús rís upp úr malbikinu og setur mikinn og miður góðan svip á umhverfið. Ný höll í bígerð í 10 ár Borgaryfirvöld í Bergen hafa haft uppi áform um byggingu nýrrar fjölnota íþróttahallar í um 10 ára skeið en helsta íþróttahöll borgarinnar, Haukelandshallen, var tekin í notkun árið 1970 og þykir úrelt mannvirki samkvæmt nútímastöðlum. Hin nýja fjölnota íþróttahöll verður glæsilegt mannvirki og mun rúma 8.200 manns í sæti eða 3.200 fleiri áhorfendur en rúmast í Haukelandshallen. Gríðarlega mikil uppbyggingu á sér nú stað á íþróttamannvirkjum á Norðurlöndum og þá sérstaklega íþróttahöllum en