Werk Arena er fjölnota íþróttahöll í Trinec í Tékklandi. Hún var reist
árið 2014 og nam byggingarkostnaðurinn um 3,2 milljörðum íslenskra króna.
Meginnotkun hallarinnar lýtur að ísknattleik en tékkneska
ísknattleiksliðið HC Ocelári Trinec hefur þar aðsetur.
Tékknesku hand- og körfuknattleiksslandsliðin hafa spilað æfingaleiki í
höllinni auk þess sem tenniskeppnir hafa farið þar fram.
Werk Arena tekur 5.200 manns í sæti en þess má geta að íbúar Trinec eru
einungis 36 þúsund talsins.
![]() |
Mynd: Syner.cz. |
![]() |
Mynd: Musicdata.cz. |
![]() |
Mynd: Dalibor Sosna. |
![]() |
Mynd: Bandzone.cz. |
Ummæli
Skrifa ummæli