Mikil framkvæmdagleði ríkir nú á Norðurlöndum í uppbyggingu
innanhúsíþróttamannvirkja og virðist ekkert lát vera þar á.
Finnar hafa tekið ákvörðun um að byggja nýja þjóðarhöll sem á að leysa hið glæsilega mannvirki, Hartwall Arena, af hólmi. Hartwall Arena var tekin í notkun árið 1997 og hefur þjónað tveimur þjóðaríþróttum Finna, ís- og körfuknattleik, af myndugleik í hartnær tvo áratugi.
Þrátt fyrir tilkomu nýrrar þjóðarhallar mun Hartwall Arena þó enn nýtast í einhverjum tilvikum
Um er að ræða gríðarlega metnaðarfullt og kostnaðarsamt verkefni sem ber heitið Helsinki Garden en sjálft keppnis- og áhorfendarýmið verður niðurgrafið.
Ofan á niðurgrafinni keppnishöllinni verður stór garður og torg umlukið 8 – 13 hæða háhýsum þar sem m.a. hótel- og ráðstefnumiðstöð verður til húsa.
Áætlað er að höllin muni rúma 11 þúsund áhorfendur í sæti en kostnaðaráætlun fyrir allt verkefnið hljóðar upp á 400 milljónir evra eða rúma 50 milljarða íslenskra króna.
Verkefnið verður fjármagnað af hinu opinbera sem og fjársterkum einkaaðilum.
Það er liður í enduruppbyggingu helsta íþróttasvæðis Finna og vonandi mun slíkt eiga sér stað í Laugardalnum sem fyrst.
Finnar hafa tekið ákvörðun um að byggja nýja þjóðarhöll sem á að leysa hið glæsilega mannvirki, Hartwall Arena, af hólmi. Hartwall Arena var tekin í notkun árið 1997 og hefur þjónað tveimur þjóðaríþróttum Finna, ís- og körfuknattleik, af myndugleik í hartnær tvo áratugi.
Þrátt fyrir tilkomu nýrrar þjóðarhallar mun Hartwall Arena þó enn nýtast í einhverjum tilvikum
Helsinki Garden
Nýja þjóðarhöllin mun rísa á helsta íþróttasvæði Finnlands, á
hinu svonefnda Ólympíusvæði í Helsinki. Byggingin mun standa við hliðina á Helsingin
jäähalli sem var helsta inniíþróttahöll Finnlands, frá 1966 til 1997.Um er að ræða gríðarlega metnaðarfullt og kostnaðarsamt verkefni sem ber heitið Helsinki Garden en sjálft keppnis- og áhorfendarýmið verður niðurgrafið.
Ofan á niðurgrafinni keppnishöllinni verður stór garður og torg umlukið 8 – 13 hæða háhýsum þar sem m.a. hótel- og ráðstefnumiðstöð verður til húsa.
Áætlað er að höllin muni rúma 11 þúsund áhorfendur í sæti en kostnaðaráætlun fyrir allt verkefnið hljóðar upp á 400 milljónir evra eða rúma 50 milljarða íslenskra króna.
Verkefnið verður fjármagnað af hinu opinbera sem og fjársterkum einkaaðilum.
![]() |
Mynd: Arkkitehtuuritoimisto B&M Oy. |
![]() |
Mynd: Futudesign / Arkkitehtuuritoimisto B&M Oy. |
![]() |
Mynd: Futudesign / Arkkitehtuuritoimisto B&M Oy. |
![]() |
Mynd: Futudesign / Arkkitehtuuritoimisto B&M Oy. |
![]() |
Mynd: Futudesign / Arkkitehtuuritoimisto B&M Oy. |
Ummæli
Skrifa ummæli