Fara í aðalinnihald

Ný þjóðarhöll Finna – verkefni upp á 50 milljarða króna

Mikil framkvæmdagleði ríkir nú á Norðurlöndum í uppbyggingu innanhúsíþróttamannvirkja og virðist ekkert lát vera þar á.

Finnar hafa tekið ákvörðun um að byggja nýja þjóðarhöll sem á að leysa hið glæsilega mannvirki, Hartwall Arena, af hólmi. Hartwall Arena var tekin í notkun árið 1997 og hefur þjónað tveimur þjóðaríþróttum Finna, ís- og körfuknattleik, af myndugleik í hartnær tvo áratugi.

Þrátt fyrir tilkomu nýrrar þjóðarhallar mun Hartwall Arena þó enn nýtast í einhverjum tilvikum

Helsinki Garden
Nýja þjóðarhöllin mun rísa á helsta íþróttasvæði Finnlands, á hinu svonefnda Ólympíusvæði í Helsinki. Byggingin mun standa við hliðina á Helsingin jäähalli sem var helsta inniíþróttahöll Finnlands, frá 1966 til 1997.

Um er að ræða gríðarlega metnaðarfullt og kostnaðarsamt verkefni sem ber heitið Helsinki Garden en sjálft keppnis- og áhorfendarýmið verður niðurgrafið.

Ofan á niðurgrafinni keppnishöllinni verður stór garður og torg umlukið 8 – 13 hæða háhýsum þar sem m.a. hótel- og ráðstefnumiðstöð verður til húsa.

Áætlað er að höllin muni rúma 11 þúsund áhorfendur í sæti en kostnaðaráætlun fyrir allt verkefnið hljóðar upp á 400 milljónir evra eða rúma 50 milljarða íslenskra króna.

Verkefnið verður fjármagnað af hinu opinbera sem og fjársterkum einkaaðilum.

Það er liður í enduruppbyggingu helsta íþróttasvæðis Finna og vonandi mun slíkt eiga sér stað í Laugardalnum sem fyrst.

Mynd: Arkkitehtuuritoimisto B&M Oy.

Mynd: Futudesign / Arkkitehtuuritoimisto B&M Oy.

Mynd: Futudesign / Arkkitehtuuritoimisto B&M Oy.


Mynd: Futudesign / Arkkitehtuuritoimisto B&M Oy.

Mynd: Futudesign / Arkkitehtuuritoimisto B&M Oy.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Nýtt íþróttahús í Njarðvík?

Íþróttahúsið í Njarðvík, Ljónagryfjan svokallaða, er elsta keppnishúsið sem er í notkun í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Húsið var tekið í notkun árið 1973 og stendur við grunnskóla Njarðvíkur. Ef mið er tekið af íþróttahúsum sem byggð hafa verið hérlendis á síðasta áratug eða eru í byggingu er ljóst að mannvirkið er allt of lítið; ekki er nægilegt rými umhverfis keppnisgólfið og þá er takmörkuð aðstaða fyrir áhorfendur. Húsið er einfaldlega of lítið fyrir starfsemi félagsins. Vitaskuld er Ljónagryfjan fallegt og skemmtilegt íþróttahús og er það eitt af djásnum íslensks körfubolta en því miður er það ekki boðlegt lengur sem heimavöllur eins sigursælasta körfuknattleiksfélags landsins. ,,Ljónagryfjan" í Njarðvík. Skjáskot: Ja.is. Mikil íbúafjölgun Árið 1973 voru íbúar Njarðvíkur 1.700 en í dag búa yfir 6.000 manns í Njarðvíkurhluta Reykjanesbæjar. Fjölgun íbúa í Njarðvík nemur því um 250% á tímabilinu og er ljóst að þörf er á aðgerðum af hálfu bæjaryfirvalda sem ...

Nýtt körfuboltahús Hauka, Ólafssalur

Körfuknattleikslið Hauka mun spila á nýjum heimavelli á komandi leiktíð Domino's deildar karla og kvenna. Um er að ræða sérhæft körfuknattleikshús sem mun nær eingöngu þjónusta körfuknattleiksdeild Hauka. Um er að ræða einstakt hús á íslenska vísu og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort önnur félög fylgi í kjölfarið. Keppnissalurinn er sérhannaður fyrir körfubolta og stúkan mun rúma 1100 manns en samkvæmt fréttum geta allt að 2.000 manns komist fyrir með því að raða fólki þétt á svölunum. Engin hefðbundin leikklukka verður í húsinu heldur verður stöðu, tíma og stigaskori varpað upp á LED skjái í sitthvorum enda vallarins. Meðfylgjandi myndir voru teknar af Erni Eyjólfssyni, ljósmyndara Fréttablaðsins, og birtist í frétt blaðsins um íþróttamannvirkið síðastliðið vor. Þá var áhorfendaaðstaðan ekki komin til landsins en hún ætti að vera kominn upp fyrir upphaf körfuknattleikstímabilsins í haust. Mynd: Örn Eyjólfsson, Fréttablaðið. Mynd: Örn Eyjólfsson, F...

Hin svokallaða æskulýðshöll

Áður en byrjað var að slá upp fyrir sökklum Laugardalshallarinnar á sjöunda áratuginum hafði önnur íþróttahöll verið í pípunum um nokkurt skeið í Reykjavík, hin svokallaða æskulýðshöll. Frá upphafi fimmta áratugarins heyrðust með jöfnu millibili háværar óskir um þessa höll enda voru húsnæðismál inniíþróttagreina í miklum lamasessi í borginni. Æskulýðshöllin átti að gjörbylta aðstöðumálum inniíþrótta í borginni en hún átti m.a. að hýsa skautasal þar sem rými var fyrir 3000 áhorfendur auk annars minni íþróttasalar sem rúma átti 500 manns í sæti. Auk þess átti kvikmyndahús að vera samtengt íþróttahöllinni. Ekkert varð þó úr þessum áætlunum og má segja að Reykvíkingar hafi þurft að búa við bágan kost í húsnæðismálum inniíþróttagreina þar til Laugardalshöllin reis árið 1965. Gísli Halldórsson, arkitekt og hönnuður margra íþróttamannvirkja á Íslandi, gerði uppdrátt að æskulýðshöllinni sem sjá má hér að neðan. Auk þess fylgir hér kort sem sýnir hvar æskulýðshöllin átti að rísa. ...