Allir þrír heimaleikir
íslenska karlalandsliðsins í körfubolta í undankeppni EuroBasket 2017 áttu
upphaflega að fara fram í Smáranum í Kópavogi vegna þess að Laugardalshöllin
var bókuð undir annan viðburð á sama tíma.
Takið eftir að þetta var undankeppnin eftir EuroBasket 2015, sællar minningar, þar sem Íslendingar stóðu uppi í hárinu á hverri stórþjóðinni á fætur annarri. Og þetta voru verðlaunin þegar heim var komið. ,,Því miður strákar en þið getið ómögulega spilað í höllinni því það eru aðrir búnir að bóka hana. En til hamingju með frábæra frammistöðu í Þýskalandi.“
Téður viðburður hafði reyndar verið bókaður með löngum fyrirvara og ekkert við þá sem að honum stóðu að sakast. Þetta sýnir bara fram á bága stöðu landsliðanna í hand- og körfubolta og þær slæmu aðstæður sem þau búa við.
Kópavogur reddar málunum
Forsvarsmenn Breiðabliks og Kópavogsbæjar höfðu hlaupið undir bagga eins og þeim er von og vísa og var ákveðið að heimaleikir Íslands skildu leiknir í Smáranum. FIBA Europe hafðu samþykkt undanþágur fyrir Smárann og allt var klappað og klárt.
En í byrjun ágúst 2016, rúmum mánuði fyrir fyrsta heimaleikinn varð ljóst að ekkert yrði af téðum viðburði í Laugardalshöll og var því afráðið að færa heimaleikina aftur þangað, þar sem hún er jú opinber heimavöllur landsliðanna.
KKÍ þakkaði forsvarsmönnum Breiðabliks og Kópavogs í fréttatilkynningu um málið fyrir þann velvilja sem landsliðinu var sýndur með því að bjóða Smárann fram sem leikstað.
Það er tvennt sem er hægt að læra af þessu máli: í fyrsta lagi eiga landsliðin í innanhúsíþróttum engan öruggan samastað og í öðru lagi eru Kópavogsbúar sannir öðlingar.
Takið eftir að þetta var undankeppnin eftir EuroBasket 2015, sællar minningar, þar sem Íslendingar stóðu uppi í hárinu á hverri stórþjóðinni á fætur annarri. Og þetta voru verðlaunin þegar heim var komið. ,,Því miður strákar en þið getið ómögulega spilað í höllinni því það eru aðrir búnir að bóka hana. En til hamingju með frábæra frammistöðu í Þýskalandi.“
Téður viðburður hafði reyndar verið bókaður með löngum fyrirvara og ekkert við þá sem að honum stóðu að sakast. Þetta sýnir bara fram á bága stöðu landsliðanna í hand- og körfubolta og þær slæmu aðstæður sem þau búa við.
Kópavogur reddar málunum
Forsvarsmenn Breiðabliks og Kópavogsbæjar höfðu hlaupið undir bagga eins og þeim er von og vísa og var ákveðið að heimaleikir Íslands skildu leiknir í Smáranum. FIBA Europe hafðu samþykkt undanþágur fyrir Smárann og allt var klappað og klárt.
En í byrjun ágúst 2016, rúmum mánuði fyrir fyrsta heimaleikinn varð ljóst að ekkert yrði af téðum viðburði í Laugardalshöll og var því afráðið að færa heimaleikina aftur þangað, þar sem hún er jú opinber heimavöllur landsliðanna.
KKÍ þakkaði forsvarsmönnum Breiðabliks og Kópavogs í fréttatilkynningu um málið fyrir þann velvilja sem landsliðinu var sýndur með því að bjóða Smárann fram sem leikstað.
Það er tvennt sem er hægt að læra af þessu máli: í fyrsta lagi eiga landsliðin í innanhúsíþróttum engan öruggan samastað og í öðru lagi eru Kópavogsbúar sannir öðlingar.
![]() |
Lok, lok og læs. Mynd: Art Bicnick. |
Ummæli
Skrifa ummæli