Þau 12 félög sem eiga fulltrúa í Domino's deild karla í körfubolta á komandi keppnistímabili tilheyra níu sveitarfélögum.
Þrjú liðanna eru staðsett í Reykjavík (KR, Valur, ÍR), tvö í Reykjanesbæ (Keflavík, Njarðvík) og eitt í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Grindavík, Sauðárkróki, Þorlákshöfn og Borgarnesi.
Það er forvitnilegt að skoða hvaða félög spila í yngstu keppnishúsunum og heimavellir hvaða liða eru komnir á tíma?
Ég hef tekið saman lista yfir öll keppnishúsin í efstu deild og raðað þeim skilmerkilega eftir aldri. Grindvíkingar og Haukar eiga yngstu keppnishúsin enda hafa opinberir keppnisleikir ekki farið þar fram ennþá. Haukar hefja nýtt tímabil í nýju húsi á meðan Grindvíkingar vígja nýtt keppnishús í byrjun næsta árs.
Grindvíkingar munu hefja leik í gamla íþróttahúsinu sem var tekið í notkun 1985 en þar sem stutt er í vígslu nýja heimavallarins, set ég þá efst á blað ásamt Haukum. Það er ástæða til að óska báðum þessum félögum til hamingju með frábæra keppnisaðstöðu.
Ásgarður í Garðabæ var vígður árið 1975 en gekkst undir viðamiklar endurbætur árið 1989 þegar húsið var stækkað. Þrátt fyrir þessar endurbætur er miðað við vígsluár mannvirkisins í þessari upptalningu.
Hertz hellirinn, heimavöllur ÍR-inga í Seljaskóla var tekinn í notkun árið 1983 en ákveðið hefur verið að reisa stórt íþróttahús undir starfsemi ÍR í Mjódd innan fárra ára.
Það er von mín að Njarðvíkingar fari að huga að nýju og stærra íþróttahúsi en Ljónagryfjan, Boston Garden Íslands, er elsta keppnishúsið sem spilað verður í á komandi keppnistímabili í efstu deild karla í körfubolta.
Félag/heiti heimavallar/vígsluár:
Grindavík/Röstin/1985 (2019).
 |
Mynd: Batteríið arkitektar. |
Haukar/Ólafssalur/2018.
 |
Mynd: Xdhafnarfjordur.is. |
Valur/Origo höllin/2007.
 |
Skjáskot: Já.is. |
KR/DHL-höllin/1999.
 |
Skjáskot: Já.is. |
Breiðablik/Smárinn/1995.
 |
Skjáskot: Já.is. |
Þór Þórlákshöfn/Icelandic Glacial höllin/1991.
 |
Skjáskot: Já.is. |
Tindastóll/Síkið/1988.
 |
Skjáskot: Já.is. |
ÍR/Hertz hellirinn/ 1983.
 |
Skjáskot: Já.is. |
Keflavík/TM-höllin/1979.
 |
Skjáskot: Já.is. |
Skallagrímur/Íþróttamiðstöðin Borgarnesi/1978.
 |
Skjáskot: Já.is. |
Stjarnan/Ásgarður/1975.
 |
Skjáskot: Já.is. |
Njarðvík/Ljónagryfjan/1973.
 |
Skjáskot: Já.is. |
Ummæli
Skrifa ummæli