Við Íslendingar
erum mikil íþróttaþjóð. Það hefur árangur síðustu 10 ára í hinum ýmsu
íþróttagreinum staðfest svo rækilega.
Ef við einblínum á stærstu og vinsælustu innanhússíþróttagreinarnar hérlendis, þ.e. hand- og körfubolta, og berum árangur landsliða okkar í þeim greinum við aðrar Evrópuþjóðir kemur margt í ljós.
Við skulum skoða hvaða Evrópuþjóðir unnu sér þátttökurétt á síðustu tvær lokakeppnir EM og HM í handbolta og síðustu tvær lokakeppnir EuroBasket í körfubolta.
Til að gera langa sögu stutta er Ísland í einvala hópi sjö þjóða, sem allar teljast stórþjóðir í íþróttum. Þessar þjóðir eru Þýskaland, Spánn, Frakkland, Króatía, Pólland og Slóvenía auk Íslands.
Það er
reyndar ótrúlegt að okkar fámenna þjóð skuli vera á meðal þessara risa og því
mætti halda að stjórnvöld myndu leggja mikla áherslu á að hafa aðbúnað við
æfingar og keppni hérlendis sem bestan. Svo er ekki því miður.
Með réttu hefðu ráðamenn átt að setjast niður með HSÍ í kjölfar silfurverðlaunanna á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og ræða byggingu nýrrar keppnishallar. Nýs þjóðarleikvangs innanhússíþrótta. En kreppan skall á um það leyti og allt hrökk í baklás.
En árin liðu og bronsverðlaun urðu raunin hjá handboltalandsliðinu á EM í Austurríki 2010. Síðan hefur landsliðið verið þátttakandi á hverju stórmótinu á fætur öðru.
Þá hefur körfuboltalandsliðið bitið hressilega frá sér með því að vinna sér þátttökurétt á tveimur síðustu lokamótum EuroBasket. Það að svona lítil þjóð vinni sér þátttökurétt í þeirri keppni er stórkostlegt afrek.
Það er mín skoðun að aðbúnaður þessa landsliða sé fyrir neðan allar hellur í dag og samræmist ekki þeim árangri sem þau hafa náð á undanförnum árum. Þessi landslið eiga skilið keppnishöll þar sem hægt er að stunda æfingar og keppni í friði.
Staðan í dag er þannig að forráðamenn HSÍ og KKÍ þurfa að leita á náðir íþróttafélaga og sveitarfélaga til að fá inni í íþróttahúsum í aðdraganda mikilvægra keppnisleikja.
Af þessum sjö þjóðum sem hafa verið tíðir gestir á áðurnefndum lokamótum er aðbúnaðurinn slakastur hérlendis. Þessu þarf að breyta.
Þjóð (vígsluár þjóðarhalla):
Pólland (2014)
Slóvenía (2010)
Króatía (2008)
Spánn (2002)
Þýskaland (1998)
Frakkland (1984)
Ísland (1965)
Ef við einblínum á stærstu og vinsælustu innanhússíþróttagreinarnar hérlendis, þ.e. hand- og körfubolta, og berum árangur landsliða okkar í þeim greinum við aðrar Evrópuþjóðir kemur margt í ljós.
Við skulum skoða hvaða Evrópuþjóðir unnu sér þátttökurétt á síðustu tvær lokakeppnir EM og HM í handbolta og síðustu tvær lokakeppnir EuroBasket í körfubolta.
Til að gera langa sögu stutta er Ísland í einvala hópi sjö þjóða, sem allar teljast stórþjóðir í íþróttum. Þessar þjóðir eru Þýskaland, Spánn, Frakkland, Króatía, Pólland og Slóvenía auk Íslands.
![]() |
Laugardalshöll. Mynd: Art Bicnick. |
Með réttu hefðu ráðamenn átt að setjast niður með HSÍ í kjölfar silfurverðlaunanna á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og ræða byggingu nýrrar keppnishallar. Nýs þjóðarleikvangs innanhússíþrótta. En kreppan skall á um það leyti og allt hrökk í baklás.
En árin liðu og bronsverðlaun urðu raunin hjá handboltalandsliðinu á EM í Austurríki 2010. Síðan hefur landsliðið verið þátttakandi á hverju stórmótinu á fætur öðru.
Þá hefur körfuboltalandsliðið bitið hressilega frá sér með því að vinna sér þátttökurétt á tveimur síðustu lokamótum EuroBasket. Það að svona lítil þjóð vinni sér þátttökurétt í þeirri keppni er stórkostlegt afrek.
Það er mín skoðun að aðbúnaður þessa landsliða sé fyrir neðan allar hellur í dag og samræmist ekki þeim árangri sem þau hafa náð á undanförnum árum. Þessi landslið eiga skilið keppnishöll þar sem hægt er að stunda æfingar og keppni í friði.
Staðan í dag er þannig að forráðamenn HSÍ og KKÍ þurfa að leita á náðir íþróttafélaga og sveitarfélaga til að fá inni í íþróttahúsum í aðdraganda mikilvægra keppnisleikja.
Af þessum sjö þjóðum sem hafa verið tíðir gestir á áðurnefndum lokamótum er aðbúnaðurinn slakastur hérlendis. Þessu þarf að breyta.
Þjóð (vígsluár þjóðarhalla):
Pólland (2014)
Slóvenía (2010)
Króatía (2008)
Spánn (2002)
Þýskaland (1998)
Frakkland (1984)
Ísland (1965)
Ummæli
Skrifa ummæli