Finnland er sú Norðurlandaþjóð sem byggt hefur nýjar
þjóðarhallir með reglulegasta millibilinu.
Þrjár íþróttahallir í Helsinki, höfuðborg Finnlands, hafa verið skilgreindar sem þjóðarhallir en þær eru Messuhalli, sem var tekin í notkun árið 1935, Helsingin jäähalli, sem var reist árið 1966, og Hartwall Arena, sem var vígð árið 1997.
Áformað er að ný þjóðarhöll rísi innan fárra.
Það liðu 31 ár frá því að Messuhalli, fyrsta þjóðarhöll Finna, reis, þar til arftaki hennar, Helsingin jäähalli, var tekin í notkun. Skemmtilegt nokk, þá liðu jafnmörg ár frá vígslu Helsingin jäähalli og þar til Hartwall Arena reis, eða 31 ár.
21 ár er liðið frá því Hartwall Arena var tekin í notkun en ráðgert er að ný höll leysi hana af hólmi innan fárra ára.
Að neðan má sá staðsetningar þessarra þjóðarhalla innan Helsinkiborgar. Þær eru allar staðsettar á nokkuð afmörkuðu svæði í tengslum við helsta íþróttasvæði Finnlands.
Á meðfylgjandi mynd eru staðsetningar íþróttahallanna þannig: Messuhalli (1), Helsingin jäähalli (2), Hartwall Arena (3) og Helsinki Garden (4).
Þrjár íþróttahallir í Helsinki, höfuðborg Finnlands, hafa verið skilgreindar sem þjóðarhallir en þær eru Messuhalli, sem var tekin í notkun árið 1935, Helsingin jäähalli, sem var reist árið 1966, og Hartwall Arena, sem var vígð árið 1997.
Áformað er að ný þjóðarhöll rísi innan fárra.
Það liðu 31 ár frá því að Messuhalli, fyrsta þjóðarhöll Finna, reis, þar til arftaki hennar, Helsingin jäähalli, var tekin í notkun. Skemmtilegt nokk, þá liðu jafnmörg ár frá vígslu Helsingin jäähalli og þar til Hartwall Arena reis, eða 31 ár.
21 ár er liðið frá því Hartwall Arena var tekin í notkun en ráðgert er að ný höll leysi hana af hólmi innan fárra ára.
Að neðan má sá staðsetningar þessarra þjóðarhalla innan Helsinkiborgar. Þær eru allar staðsettar á nokkuð afmörkuðu svæði í tengslum við helsta íþróttasvæði Finnlands.
Á meðfylgjandi mynd eru staðsetningar íþróttahallanna þannig: Messuhalli (1), Helsingin jäähalli (2), Hartwall Arena (3) og Helsinki Garden (4).
Samsett loftmynd: Google Earth. |
![]() |
Messuhalli. Mynd: Timo Nassi. |
Helsingin jäähalli. Mynd: Wikipedia. |
![]() |
Hartwall Arena. Mynd: Wikipedia. |
![]() |
Helsinki Garden. Mynd: Futudesign/B&M Architects Ltd. |
Ummæli
Skrifa ummæli