Laugardalshöllin stenst ekki alþjóðlegar kröfur sem gerðar
eru til nútíma keppnishalla og er byggingin á undanþágum hjá EHF og FIBA.
Samkvæmt öryggisreglugerð EHF um handknattleiksviðburði og keppnishallir er íþróttahöllum skipt í þrjá gæðaflokka, þ.e. I, II og III.
Þær íþróttahallir sem falla undir flokk I eru hallir sem uppfylla öll skilyrði um keppnishallir og þar mega keppnisleikir fara ótakmarkað fram. Hins vegar er þörf á venjubundnum öryggisskoðunum.
Nær allar þjóðarhallir í Evrópu falla undir þennan flokk og af þeim Evrópuþjóðum sem komust á HM 2018 í Frakklandi var Ísland eina þjóðin sem átti ekki þjóðarhöll í gæðaflokki I. Það telst skrýtið að þjóð sem er tíður gestur á lokamótum eigi heimavöll sem er ekki í gæðaflokki I.
Þær keppnishallir sem falla undir gæðaflokk II eru á undanþágu sem felst í ótakmörkuðu samþykki háð vissum skilyrðum.
Það þýðir að íþróttahallir sem uppfylla ekki öll gefin skilyrði eru háð samþykki ef ákveðnum forsendum er náð (t.d. með því að draga úr áhorfendafjölda, fjarlægja ákveðnar sætaraðir, o.s.frv). Hægt er að veita slíkt ótakmarkað samþykki í óakveðin tíma.
Reglulega skal sýnt fram á að þessum skilyrðum sé fylgt eftir með staðfestingu af hálfu EHF. Í reglugerðinni kemur skýrt fram að EHF getur afturkallað undanþágur hvenær sem er. Sá veruleiki sem HSÍ býr við er því sá að eitt símtal frá EHF getur dæmt Laugardalshöll úr leik fyrir íslenska landsliðið í handknattleik.
Laugardalshöll er sem stendur í gæðaflokki II og felst undanþágan í ótakmörkuðu samþykki háð vissum skilyrðum.
Það er ljóst að skilyrðin fyrir undanþágu Laugardalshallar eru mörg og lúta m.a. að öryggiskröfum vegna rýmingu mannvirkisins í tilfelli elds. Of þröngt er á milli keppnisgólfs og áhorfendarýmis og er ljóst að fækka þarf enn frekar áhorfendum á landsleikjum með því að fjarlægja fremstu sætaraðirnar.
Verði það ekki gert mun EHF væntanlega afturkalla undanþágu HSÍ fyrir keppnisleiki í Höllinni og mun hún því falla niður í þriðja gæðaflokk (III).
Það þýðir að Laugardalshöll yrði veitt undanþága í takmarkaðan tíma. Þegar tímabil undanþágu er liðið þarf að sækja aftur um undanþágu og er ekki alltaf öruggt að samþykki muni liggja fyrir af hálfu EHF.
Tekið skal fram að hér eru einungis um ályktanir höfundar að ræða og hans túlkun á öryggisreglugerð EHF. Ekki var haft samband við HSÍ til að fá staðfestingu á því í hvaða gæðaflokki Laugardalshöll er. Hins vegar er á allra vitorði að hún er á undanþágu og því er útilokað að hús sé í fyrsta gæðaflokki. Það er túlkun höfundar að Laugardalshöllin sé í öðrum gæðaflokki en ekki er útilokað að hún sé nú þegar í þriðja og neðsta gæðaflokki. Í raun kæmi það mér ekki á óvart.
Samkvæmt öryggisreglugerð EHF um handknattleiksviðburði og keppnishallir er íþróttahöllum skipt í þrjá gæðaflokka, þ.e. I, II og III.
Þær íþróttahallir sem falla undir flokk I eru hallir sem uppfylla öll skilyrði um keppnishallir og þar mega keppnisleikir fara ótakmarkað fram. Hins vegar er þörf á venjubundnum öryggisskoðunum.
Nær allar þjóðarhallir í Evrópu falla undir þennan flokk og af þeim Evrópuþjóðum sem komust á HM 2018 í Frakklandi var Ísland eina þjóðin sem átti ekki þjóðarhöll í gæðaflokki I. Það telst skrýtið að þjóð sem er tíður gestur á lokamótum eigi heimavöll sem er ekki í gæðaflokki I.
Þær keppnishallir sem falla undir gæðaflokk II eru á undanþágu sem felst í ótakmörkuðu samþykki háð vissum skilyrðum.
Það þýðir að íþróttahallir sem uppfylla ekki öll gefin skilyrði eru háð samþykki ef ákveðnum forsendum er náð (t.d. með því að draga úr áhorfendafjölda, fjarlægja ákveðnar sætaraðir, o.s.frv). Hægt er að veita slíkt ótakmarkað samþykki í óakveðin tíma.
Reglulega skal sýnt fram á að þessum skilyrðum sé fylgt eftir með staðfestingu af hálfu EHF. Í reglugerðinni kemur skýrt fram að EHF getur afturkallað undanþágur hvenær sem er. Sá veruleiki sem HSÍ býr við er því sá að eitt símtal frá EHF getur dæmt Laugardalshöll úr leik fyrir íslenska landsliðið í handknattleik.
Laugardalshöll er sem stendur í gæðaflokki II og felst undanþágan í ótakmörkuðu samþykki háð vissum skilyrðum.
Það er ljóst að skilyrðin fyrir undanþágu Laugardalshallar eru mörg og lúta m.a. að öryggiskröfum vegna rýmingu mannvirkisins í tilfelli elds. Of þröngt er á milli keppnisgólfs og áhorfendarýmis og er ljóst að fækka þarf enn frekar áhorfendum á landsleikjum með því að fjarlægja fremstu sætaraðirnar.
Verði það ekki gert mun EHF væntanlega afturkalla undanþágu HSÍ fyrir keppnisleiki í Höllinni og mun hún því falla niður í þriðja gæðaflokk (III).
Það þýðir að Laugardalshöll yrði veitt undanþága í takmarkaðan tíma. Þegar tímabil undanþágu er liðið þarf að sækja aftur um undanþágu og er ekki alltaf öruggt að samþykki muni liggja fyrir af hálfu EHF.
Tekið skal fram að hér eru einungis um ályktanir höfundar að ræða og hans túlkun á öryggisreglugerð EHF. Ekki var haft samband við HSÍ til að fá staðfestingu á því í hvaða gæðaflokki Laugardalshöll er. Hins vegar er á allra vitorði að hún er á undanþágu og því er útilokað að hús sé í fyrsta gæðaflokki. Það er túlkun höfundar að Laugardalshöllin sé í öðrum gæðaflokki en ekki er útilokað að hún sé nú þegar í þriðja og neðsta gæðaflokki. Í raun kæmi það mér ekki á óvart.
![]() |
Dæmi um löglega keppnishöll, þar sem rúmt er um keppnisgólfið. |
Ummæli
Skrifa ummæli