Fara í aðalinnihald

EHF getur fellt undanþágu Laugardalshallarinnar úr gildi með einu símtali

Laugardalshöllin stenst ekki alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til nútíma keppnishalla og er byggingin á undanþágum hjá EHF og FIBA.

Samkvæmt öryggisreglugerð EHF um handknattleiksviðburði og keppnishallir er íþróttahöllum skipt í þrjá gæðaflokka, þ.e. I, II og III.

Þær íþróttahallir sem falla undir flokk I eru hallir sem uppfylla öll skilyrði um keppnishallir og þar mega keppnisleikir fara ótakmarkað fram. Hins vegar er þörf á venjubundnum öryggisskoðunum.

Nær allar þjóðarhallir í Evrópu falla undir þennan flokk og af þeim Evrópuþjóðum sem komust á HM 2018 í Frakklandi var Ísland eina þjóðin sem átti ekki þjóðarhöll í gæðaflokki I. Það telst skrýtið að þjóð sem er tíður gestur á lokamótum eigi heimavöll sem er ekki í gæðaflokki I.

Þær keppnishallir sem falla undir gæðaflokk II eru á undanþágu sem felst í ótakmörkuðu samþykki háð vissum skilyrðum.

Það þýðir að íþróttahallir sem uppfylla ekki öll gefin skilyrði eru háð samþykki ef ákveðnum forsendum er náð (t.d. með því að draga úr áhorfendafjölda, fjarlægja ákveðnar sætaraðir, o.s.frv). Hægt er að veita slíkt ótakmarkað samþykki í óakveðin tíma.

Reglulega skal sýnt fram á að þessum skilyrðum sé fylgt eftir með staðfestingu af hálfu EHF. Í reglugerðinni kemur skýrt fram að EHF getur afturkallað undanþágur hvenær sem er. Sá veruleiki sem HSÍ býr við er því sá að eitt símtal frá EHF getur dæmt Laugardalshöll úr leik fyrir íslenska landsliðið í handknattleik.

Laugardalshöll er sem stendur í gæðaflokki II og felst undanþágan í ótakmörkuðu samþykki háð vissum skilyrðum.

Það er ljóst að skilyrðin fyrir undanþágu Laugardalshallar eru mörg og lúta m.a. að öryggiskröfum vegna rýmingu mannvirkisins í tilfelli elds. Of þröngt er á milli keppnisgólfs og áhorfendarýmis og er ljóst að fækka þarf enn frekar áhorfendum á landsleikjum með því að fjarlægja fremstu sætaraðirnar.

Verði það ekki gert mun EHF væntanlega afturkalla undanþágu HSÍ fyrir keppnisleiki í Höllinni og mun hún því falla niður í þriðja gæðaflokk (III).

Það þýðir að Laugardalshöll yrði veitt undanþága í takmarkaðan tíma. Þegar tímabil undanþágu er liðið þarf að sækja aftur um undanþágu og er ekki alltaf öruggt að samþykki muni liggja fyrir af hálfu EHF.

Tekið skal fram að hér eru einungis um ályktanir höfundar að ræða og hans túlkun á öryggisreglugerð EHF. Ekki var haft samband við HSÍ til að fá staðfestingu á því í hvaða gæðaflokki Laugardalshöll er. Hins vegar er á allra vitorði að hún er á undanþágu og því er útilokað að hús sé í fyrsta gæðaflokki. Það er túlkun höfundar að Laugardalshöllin sé í öðrum gæðaflokki en ekki er útilokað að hún sé nú þegar í þriðja og neðsta gæðaflokki. Í raun kæmi það mér ekki á óvart.

Dæmi um löglega keppnishöll, þar sem rúmt er um keppnisgólfið.


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Nýtt íþróttahús í Njarðvík?

Íþróttahúsið í Njarðvík, Ljónagryfjan svokallaða, er elsta keppnishúsið sem er í notkun í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Húsið var tekið í notkun árið 1973 og stendur við grunnskóla Njarðvíkur. Ef mið er tekið af íþróttahúsum sem byggð hafa verið hérlendis á síðasta áratug eða eru í byggingu er ljóst að mannvirkið er allt of lítið; ekki er nægilegt rými umhverfis keppnisgólfið og þá er takmörkuð aðstaða fyrir áhorfendur. Húsið er einfaldlega of lítið fyrir starfsemi félagsins. Vitaskuld er Ljónagryfjan fallegt og skemmtilegt íþróttahús og er það eitt af djásnum íslensks körfubolta en því miður er það ekki boðlegt lengur sem heimavöllur eins sigursælasta körfuknattleiksfélags landsins. ,,Ljónagryfjan" í Njarðvík. Skjáskot: Ja.is. Mikil íbúafjölgun Árið 1973 voru íbúar Njarðvíkur 1.700 en í dag búa yfir 6.000 manns í Njarðvíkurhluta Reykjanesbæjar. Fjölgun íbúa í Njarðvík nemur því um 250% á tímabilinu og er ljóst að þörf er á aðgerðum af hálfu bæjaryfirvalda sem ...

Nýtt körfuboltahús Hauka, Ólafssalur

Körfuknattleikslið Hauka mun spila á nýjum heimavelli á komandi leiktíð Domino's deildar karla og kvenna. Um er að ræða sérhæft körfuknattleikshús sem mun nær eingöngu þjónusta körfuknattleiksdeild Hauka. Um er að ræða einstakt hús á íslenska vísu og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort önnur félög fylgi í kjölfarið. Keppnissalurinn er sérhannaður fyrir körfubolta og stúkan mun rúma 1100 manns en samkvæmt fréttum geta allt að 2.000 manns komist fyrir með því að raða fólki þétt á svölunum. Engin hefðbundin leikklukka verður í húsinu heldur verður stöðu, tíma og stigaskori varpað upp á LED skjái í sitthvorum enda vallarins. Meðfylgjandi myndir voru teknar af Erni Eyjólfssyni, ljósmyndara Fréttablaðsins, og birtist í frétt blaðsins um íþróttamannvirkið síðastliðið vor. Þá var áhorfendaaðstaðan ekki komin til landsins en hún ætti að vera kominn upp fyrir upphaf körfuknattleikstímabilsins í haust. Mynd: Örn Eyjólfsson, Fréttablaðið. Mynd: Örn Eyjólfsson, F...

Hin svokallaða æskulýðshöll

Áður en byrjað var að slá upp fyrir sökklum Laugardalshallarinnar á sjöunda áratuginum hafði önnur íþróttahöll verið í pípunum um nokkurt skeið í Reykjavík, hin svokallaða æskulýðshöll. Frá upphafi fimmta áratugarins heyrðust með jöfnu millibili háværar óskir um þessa höll enda voru húsnæðismál inniíþróttagreina í miklum lamasessi í borginni. Æskulýðshöllin átti að gjörbylta aðstöðumálum inniíþrótta í borginni en hún átti m.a. að hýsa skautasal þar sem rými var fyrir 3000 áhorfendur auk annars minni íþróttasalar sem rúma átti 500 manns í sæti. Auk þess átti kvikmyndahús að vera samtengt íþróttahöllinni. Ekkert varð þó úr þessum áætlunum og má segja að Reykvíkingar hafi þurft að búa við bágan kost í húsnæðismálum inniíþróttagreina þar til Laugardalshöllin reis árið 1965. Gísli Halldórsson, arkitekt og hönnuður margra íþróttamannvirkja á Íslandi, gerði uppdrátt að æskulýðshöllinni sem sjá má hér að neðan. Auk þess fylgir hér kort sem sýnir hvar æskulýðshöllin átti að rísa. ...