Fara í aðalinnihald

Duhail Sports Hall í Katar

Duhail Sports Hall er fjölnota í íþróttahöll sem er staðsett í Doha, höfuðborg Katar.

Hún tekur 5.500 áhorfendur í sæti og var ein þriggja keppnishalla sem voru í notkun á Heimsmeistaramótinu í handbolta sem fór fram í Katar í janúar 2015.

Um er að ræða gríðarlega vandað mannvirki en hönnun þess er þannig að það lítur út fyrir að vera mun stærra en það er. Keppnishöllin er mikil gryfja og þegar uppselt er á leiki í henni virðist sem áhorfendur séu nær 10.000 en þeim 5.500 sem hún rúmar.

Ef nýr þjóðarleikvangur innanhússíþrótta hér á landi á einungis að rúma 5.500 – 6.000 áhorfendur er mikilvægt að íþróttahöllin sé hönnuð þannig að um mikla gryfju sé að ræða. Það væri ekki óráðlegt að skoða hvernig íþróttahöllin Duhail í Doha sé uppbyggð.

Mynd: Youramazingplaces.com.

Mynd: Redcoalmana.com.

 

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Nýtt íþróttahús í Njarðvík?

Íþróttahúsið í Njarðvík, Ljónagryfjan svokallaða, er elsta keppnishúsið sem er í notkun í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Húsið var tekið í notkun árið 1973 og stendur við grunnskóla Njarðvíkur. Ef mið er tekið af íþróttahúsum sem byggð hafa verið hérlendis á síðasta áratug eða eru í byggingu er ljóst að mannvirkið er allt of lítið; ekki er nægilegt rými umhverfis keppnisgólfið og þá er takmörkuð aðstaða fyrir áhorfendur. Húsið er einfaldlega of lítið fyrir starfsemi félagsins. Vitaskuld er Ljónagryfjan fallegt og skemmtilegt íþróttahús og er það eitt af djásnum íslensks körfubolta en því miður er það ekki boðlegt lengur sem heimavöllur eins sigursælasta körfuknattleiksfélags landsins. ,,Ljónagryfjan" í Njarðvík. Skjáskot: Ja.is. Mikil íbúafjölgun Árið 1973 voru íbúar Njarðvíkur 1.700 en í dag búa yfir 6.000 manns í Njarðvíkurhluta Reykjanesbæjar. Fjölgun íbúa í Njarðvík nemur því um 250% á tímabilinu og er ljóst að þörf er á aðgerðum af hálfu bæjaryfirvalda sem ...

Nýtt körfuboltahús Hauka, Ólafssalur

Körfuknattleikslið Hauka mun spila á nýjum heimavelli á komandi leiktíð Domino's deildar karla og kvenna. Um er að ræða sérhæft körfuknattleikshús sem mun nær eingöngu þjónusta körfuknattleiksdeild Hauka. Um er að ræða einstakt hús á íslenska vísu og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort önnur félög fylgi í kjölfarið. Keppnissalurinn er sérhannaður fyrir körfubolta og stúkan mun rúma 1100 manns en samkvæmt fréttum geta allt að 2.000 manns komist fyrir með því að raða fólki þétt á svölunum. Engin hefðbundin leikklukka verður í húsinu heldur verður stöðu, tíma og stigaskori varpað upp á LED skjái í sitthvorum enda vallarins. Meðfylgjandi myndir voru teknar af Erni Eyjólfssyni, ljósmyndara Fréttablaðsins, og birtist í frétt blaðsins um íþróttamannvirkið síðastliðið vor. Þá var áhorfendaaðstaðan ekki komin til landsins en hún ætti að vera kominn upp fyrir upphaf körfuknattleikstímabilsins í haust. Mynd: Örn Eyjólfsson, Fréttablaðið. Mynd: Örn Eyjólfsson, F...

Þjóðarhöllin í Andorra er helmingi stærri en Laugardalshöllin

Íbúafjöldinn í Andorra er 85 þúsund, samanborið við þá 330 þúsund einstaklinga sem búa á Íslandi. Þrátt fyrir það er þjóðarhöll Andorramanna í innanhúsíþróttum mun stærri en þjóðarhöll Íslendinga, Laugardalshöllin. Þjóðarhöllin í Andorra sem ber heitið Poliesportiu d'Andorra tekur 5.000 manns í sæti og er því rúmlega helmingi stærri en Laugardalshöllin. Hún er auk þess mun yngri en Poliesportiu d'Andorra var vígð árið 1991 en Laugardalshöllin var tekin í notkun haustið 1965. Hvað segir það okkur?