Varazdin Arena er fjölnota íþróttahöll í Varazdinborg í
Króatíu. Hún tekur 5.400 áhorfendur í sæti og var m.a. ein af keppnishöllunum á
Heimsmeistaramótinu í Króatíu sem fór fram árið 2009 og á Evrópumótinu sem fram
fór í janúar síðastliðnum.
Hún þykir vel heppnað íþróttamannvirki en inni í höllinni
er t.a.m. stór íþróttasalur til viðbótar við aðal keppnisrýmið.
Í Varazdin búa um 50 þúsund manns.
Íþróttahöllin var tekin í notkun þann 6. desember 2008 og
kostaði um 3 milljarða í byggingu.
Ummæli
Skrifa ummæli