Árið 2008 tóku borgaryfirvöld í Uppsala í Svíþjóð þá
ákvörðun að reisa stóra fjölnota íþróttahöll innan borgarmarkanna en um er að
ræða gríðarlega umfangsmikið verkefni.
Það var ljóst frá upphafi að undirbúningur verkefnisins
myndi taka nokkur ár en núna, 10 árum seinna, er ennþá beðið eftir fyrstu
skóflustungunni.
Aðdraganda verkefnisins má rekja til þess að helsta
íþróttahöll borgarinnar, Grandbyhallen, þykir of lítil, úr sér genginn og úrelt
til að þjóna iðkenndum innanhúsíþrótta í Uppsala.
Hún tekur 2.862 manns í sæti (er í 37. sæti yfir stærstu
íþróttahallir Svíþjóðar en er stærri en Laugardalshöll) og er augljóst að þörf
er á mun stærri mannvirki í Uppsala þar sem íbúafjöldinn er um 150 þúsund
manns. Grandbyhallen var tekin í notkun árið 1974 eða níu árum eftir að byggingarframkvæmdum lauk í Laugardalshöll.
Hugmyndir að nýrri fjölnota íþróttahöll í Uppsala gera ráð fyrir að
þar geti rúmast 8.000 áhorfendur fyrir í sætum á íþróttakappleikjum en um 10.000
á tónleikaviðburðum.
Eins og komið hefur fram eru framkvæmdir að byggingu
íþróttahallarinnar ekki hafnar því ekki er búið að semja alfarið um fjármögnun
verkefnisins.
Hins vegar er ljóst hvað borgaryfirvöld í Uppsala þurfa að
punga út en þau hafa samþykkt að eyða 2 milljörðum íslenskra króna í
uppbygginguna en afgangsfjármögnun, upp á rúma 6 milljarða, mun verða í höndum
einkaðaila.
Já, það er rétt. Heildarkostnaður þessa umfangsmikla
verkefnis er talinn muni nema um 8 milljörðum íslenskra króna.
Þó ríkir nokkur óvissa um verkefnið þar sem ekki hefur
tekist að ljúka við heildarfjármögnunina en vonir standa til þess það takist
von bráðar og að framkvæmdir geti hafist í kjölfarið.
Hér að neðan eru tvær myndir af hugsanlegu útliti fyrirhugaðrar fjölnota íþróttahallar í Uppsala.
Ummæli
Skrifa ummæli