Fara í aðalinnihald

Uppsala Eventcenter stendur tæpt en mun rísa

Árið 2008 tóku borgaryfirvöld í Uppsala í Svíþjóð þá ákvörðun að reisa stóra fjölnota íþróttahöll innan borgarmarkanna en um er að ræða gríðarlega umfangsmikið verkefni.

Það var ljóst frá upphafi að undirbúningur verkefnisins myndi taka nokkur ár en núna, 10 árum seinna, er ennþá beðið eftir fyrstu skóflustungunni.

Aðdraganda verkefnisins má rekja til þess að helsta íþróttahöll borgarinnar, Grandbyhallen, þykir of lítil, úr sér genginn og úrelt til að þjóna iðkenndum innanhúsíþrótta í Uppsala.

Hún tekur 2.862 manns í sæti (er í 37. sæti yfir stærstu íþróttahallir Svíþjóðar en er stærri en Laugardalshöll) og er augljóst að þörf er á mun stærri mannvirki í Uppsala þar sem íbúafjöldinn er um 150 þúsund manns. Grandbyhallen var tekin í notkun árið 1974 eða níu árum eftir að byggingarframkvæmdum lauk í Laugardalshöll.

Hugmyndir að nýrri fjölnota íþróttahöll í Uppsala gera ráð fyrir að þar geti rúmast 8.000 áhorfendur fyrir í sætum á íþróttakappleikjum en um 10.000 á tónleikaviðburðum.

Eins og komið hefur fram eru framkvæmdir að byggingu íþróttahallarinnar ekki hafnar því ekki er búið að semja alfarið um fjármögnun verkefnisins.

Hins vegar er ljóst hvað borgaryfirvöld í Uppsala þurfa að punga út en þau hafa samþykkt að eyða 2 milljörðum íslenskra króna í uppbygginguna en afgangsfjármögnun, upp á rúma 6 milljarða, mun verða í höndum einkaðaila.

Já, það er rétt. Heildarkostnaður þessa umfangsmikla verkefnis er talinn muni nema um 8 milljörðum íslenskra króna.

Þó ríkir nokkur óvissa um verkefnið þar sem ekki hefur tekist að ljúka við heildarfjármögnunina en vonir standa til þess það takist von bráðar og að framkvæmdir geti hafist í kjölfarið.

Hér að neðan eru tvær myndir af hugsanlegu útliti fyrirhugaðrar fjölnota íþróttahallar í Uppsala.



Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Nýtt íþróttahús í Njarðvík?

Íþróttahúsið í Njarðvík, Ljónagryfjan svokallaða, er elsta keppnishúsið sem er í notkun í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Húsið var tekið í notkun árið 1973 og stendur við grunnskóla Njarðvíkur. Ef mið er tekið af íþróttahúsum sem byggð hafa verið hérlendis á síðasta áratug eða eru í byggingu er ljóst að mannvirkið er allt of lítið; ekki er nægilegt rými umhverfis keppnisgólfið og þá er takmörkuð aðstaða fyrir áhorfendur. Húsið er einfaldlega of lítið fyrir starfsemi félagsins. Vitaskuld er Ljónagryfjan fallegt og skemmtilegt íþróttahús og er það eitt af djásnum íslensks körfubolta en því miður er það ekki boðlegt lengur sem heimavöllur eins sigursælasta körfuknattleiksfélags landsins. ,,Ljónagryfjan" í Njarðvík. Skjáskot: Ja.is. Mikil íbúafjölgun Árið 1973 voru íbúar Njarðvíkur 1.700 en í dag búa yfir 6.000 manns í Njarðvíkurhluta Reykjanesbæjar. Fjölgun íbúa í Njarðvík nemur því um 250% á tímabilinu og er ljóst að þörf er á aðgerðum af hálfu bæjaryfirvalda sem ...

Nýtt körfuboltahús Hauka, Ólafssalur

Körfuknattleikslið Hauka mun spila á nýjum heimavelli á komandi leiktíð Domino's deildar karla og kvenna. Um er að ræða sérhæft körfuknattleikshús sem mun nær eingöngu þjónusta körfuknattleiksdeild Hauka. Um er að ræða einstakt hús á íslenska vísu og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort önnur félög fylgi í kjölfarið. Keppnissalurinn er sérhannaður fyrir körfubolta og stúkan mun rúma 1100 manns en samkvæmt fréttum geta allt að 2.000 manns komist fyrir með því að raða fólki þétt á svölunum. Engin hefðbundin leikklukka verður í húsinu heldur verður stöðu, tíma og stigaskori varpað upp á LED skjái í sitthvorum enda vallarins. Meðfylgjandi myndir voru teknar af Erni Eyjólfssyni, ljósmyndara Fréttablaðsins, og birtist í frétt blaðsins um íþróttamannvirkið síðastliðið vor. Þá var áhorfendaaðstaðan ekki komin til landsins en hún ætti að vera kominn upp fyrir upphaf körfuknattleikstímabilsins í haust. Mynd: Örn Eyjólfsson, Fréttablaðið. Mynd: Örn Eyjólfsson, F...

Hin svokallaða æskulýðshöll

Áður en byrjað var að slá upp fyrir sökklum Laugardalshallarinnar á sjöunda áratuginum hafði önnur íþróttahöll verið í pípunum um nokkurt skeið í Reykjavík, hin svokallaða æskulýðshöll. Frá upphafi fimmta áratugarins heyrðust með jöfnu millibili háværar óskir um þessa höll enda voru húsnæðismál inniíþróttagreina í miklum lamasessi í borginni. Æskulýðshöllin átti að gjörbylta aðstöðumálum inniíþrótta í borginni en hún átti m.a. að hýsa skautasal þar sem rými var fyrir 3000 áhorfendur auk annars minni íþróttasalar sem rúma átti 500 manns í sæti. Auk þess átti kvikmyndahús að vera samtengt íþróttahöllinni. Ekkert varð þó úr þessum áætlunum og má segja að Reykvíkingar hafi þurft að búa við bágan kost í húsnæðismálum inniíþróttagreina þar til Laugardalshöllin reis árið 1965. Gísli Halldórsson, arkitekt og hönnuður margra íþróttamannvirkja á Íslandi, gerði uppdrátt að æskulýðshöllinni sem sjá má hér að neðan. Auk þess fylgir hér kort sem sýnir hvar æskulýðshöllin átti að rísa. ...