Ég er hrifinn af þeirri hugmynd að ný fjölnota íþróttahöll
geti rúmað 7 – 8.000 áhorfendur. Íslendingum og íbúum höfuðborgarsvæðisins
er að fjölga og með mikinn íþróttaáhuga þjóðarinnar í huga er ljóst að nýr
þjóðarleikvangur þarf að geta tekið við miklum fjölda manns.
Í lokaverkefni mínu í skipulagsfræði notaðist ég við
rúmenska íþróttahöll í Cluj, Sala Polivalenta, sem módel og mátaði hana við
ýmis svæði á höfuðborgarsvæðinu.
Höllin var tekin í notkun árið 2014 og rúmaði þá um 8.000
áhorfendur og kostuðu framkvæmdir um 2 milljarða íslenskra króna. Höllin var
stækkuð tveimur árum síðar þegar ljóst var að einn riðill í Eurobasket 2017
yrði spilaður þar. Var höllin því stækkuð án vandkvæða í 10.000 sæti.
Ég teiknaði höllina í þágu ritgerðarinnar og læt hér
fylgja myndir af höll sem ég teldi að myndi sóma sig vel sem ný þjóðarhöll okkar
Íslendinga.
Ummæli
Skrifa ummæli