Mikill áhugi er fyrir því í Liechtenstein að reisa stóra
fjölnota íþróttahöll sem nýst gæti smáríkinu til þess að halda stóra íþrótta-,
ráðstefnu og tónleikaviðburði í framtíðinni en stærsta íþróttahöll landsins í
dag rúmar einungis um 1000 manns í sæti.
Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir í nokkur ár
en stærsta ágreiningsefnið varðar staðsetningu hallarinnar. Tveir
staðsetningarkostir þykja fýsilegri en aðrir og eru yfirvöld ekki alls kostar
sammála um hvor eigi að vera fyrir valinu.
Ráðgert er að íþróttahöllin muni taka 5 – 6.000 manns í
sæti og er ljóst að um er að ræða metnaðarfullt verkefni fyrir þjóð með
einungis 40 þúsund íbúa, eða því sem samsvarar íbúafjölda Kópavogs.
![]() |
Í fyrstu var ráðgert að reisa höllina í útjaðri Vaduz. |
Í fyrstu þótti hentugast að reisa mannvirkið í Eschen sem
er í útjaðri Vaduz, höfuðborgar Liechtenstein, en svo virðist sem að nú telji
flestir hlutaðeigandi að fýsilegast sé að reisa höllina við hlið
þjóðarleikvangsins í knattspyrnu.
Það er mikið af hentugu uppbyggingarsvæði umhverfis
Rheinpark Stadion og með tilkomu hallarinnar skapast grundvöllur á
alhliðaíþróttasvæði í Liechtenstein.
Enn sem komið hefur engin ákvörðun verið tekin í þessum
efnum en það er greinilegt að yfirvöld í Liechtenstein standa yfirvöldum
hérlendis mun framar í málefnum sem viðkoma innanhúsíþróttum.
![]() |
Líklegast þykir að höllin rísi við hliðina á þjóðarleikvangi Liechtenstein í knattspyrnu. |
Ummæli
Skrifa ummæli