Inussivík er fjölnota íþróttahöll í Nuuk á Grænlandi og er hinn
formlegi þjóðarleikvangur fyrir innanhúsíþróttir þar í landi.
Byggingin var tekin í notkun árið 2002 og tekur 1.000 manns í sæti.
Það er því skemmtilegt að bera saman höfuðborgarsvæðið umhverfis
Reykjavík, þar sem íbúafjöldinn er um 230 þúsund manns, og höfuðborgarsvæðið
umhverfis Nuuk, þar sem íbúafjöldinn er um 18 þúsund manns.
Þar sem búa um 230 þúsund íbúar á stærsta þéttbýlissvæði Íslands
er hinn svokallaði þjóðarleikvangur innanhússíþrótta, Laugardalshöllin; tekin í
notkun árið 1965 og rúmar 2.300 manns í sæti.
Þar sem búa um 18 þúsund manns á stærsta þéttbýlissvæði Grænlands
er hinn svokallaði þjóðarleikvangur innanhússíþrótta, Inussivik; tekin í notkun
árið 2002 og rúmar 1.000 manns í sæti.
Það þýðir að 1% íbúa höfuðborgarsvæðisins og nærliggjandi byggða
komast fyrir sem áhorfendur í Laugardalshöllinni á sama tími.
Það þýðir að 5,5% íbúa í Nuuk og nærliggjandi byggðum komast fyrir
í Inussivík sem áhorfendur á sama tíma.
Berum þetta aðeins ítarlegra saman. Segjum sem svo að 5,5% íbúa
höfuðborgarsvæðisins umhverfis Reykjavík gætu komist fyrir í
Laugardalshöllinni. Það myndi þýða að sætafjöldi hennar væri 12.700. Allt of mikið
myndu margir segja og ég er sammála því. 7 - 8.000 er kjörin stærð að mínu
mati.
En segjum sem svo að að 1% íbúa höfðuborgarsvæðisins umhverfis
Nuuk gætu rúmast í Inussivik. Það myndi þýða að sætafjöldi hennar væri 180. Það
sér hver heilvita maður hversu fáranlega fá sæti það eru.
En þetta er veruleikinn sem við búum við hér á Íslandi, þ.e.
Laugardalshöllin er allt of lítil. Það er staðreynd.
Hér að neðan eru síðan tvær myndir af Inussivík, þjóðarhöll
Grænlendinga:
Ummæli
Skrifa ummæli