Ísland telst til smáþjóðar í
hinu alþjóðlega samhengi en afrek okkar á íþróttasviðinu toga okkur talsvert
hátt upp listann, jafnvel uppfyrir milljóna íbúa þjóðir.
En með því að skoða þjóðir
þar sem búa 3 milljónir manna eða færri kemur í ljós hversu lengi
innanhúsíþróttir hafa setið á hakanum hérlendis. Stjórnvöld hafa einfaldlega
ekki séð ástæðu til þess að búa afreksfólki í t.a.m. handknattleik og
körfuknattleik viðunandi aðstöðu í samræmi við getu og stöðu þessa fólks og
landsliða á hinu alþjóðlega sviði.
![]() |
Ný og glæsileg þjóðarhöll í Belís. |
Okkar stórkostlega
handboltalandslið í karlaflokki vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikum fyrir
10 árum og til bronsverðlauna á Evrópumóti stuttu síðar. Þrátt fyrir þá
staðreynd að spila heimaleiki í íþróttahöll sem var og er á undanþágu vegna
þess að hún uppfyllir ekki nútímastaðla og öryggiskröfur.
Hér að neðan er listi yfir
þjóðir með 3 milljónir íbúa eða færri og vígsluár ,,þjóðarhalla” hvers lands.
Nokkur lönd komust ekki á listann þar sem fátæktin er það mikil að engin
sómasamleg íþróttahöll er þar til staðar.
Og hvar er Ísland statt á þessum lista. Jú í neðsta sæti; Laugardalshöllin er elst þessara keppnishalla! Samt má færa mjög sterk rök fyrir því að við séum ein besta innanhúsiþróttaþjóðin á þessum lista.
Og hvar er Ísland statt á þessum lista. Jú í neðsta sæti; Laugardalshöllin er elst þessara keppnishalla! Samt má færa mjög sterk rök fyrir því að við séum ein besta innanhúsiþróttaþjóðin á þessum lista.
Þjóð (vígsluár)
Belís (2018)
Belís (2018)
Gabon (2018)
Albanía (2017)
Vanúatú (2017)
Botswana (2016)
Namibía (2014)
Katar (2014)
Mongólía (2011)
Litháen (2011)
Slóvenía (2010)
Armenía (2009)
Bahrain (2009)
Cook-eyjar (2009)
Svartfjallaland (2009)
Makedónía (2008)
Samóaeyjar (2007)
Kiribati (2007)
Lettland (2006)
Kýpur (2005)
Macau (2005)
Gíbraltar (2004)
Gvam (2004)
Fiji (2003)
Malta (2003)
Grænland (2002)
Liechtenstein (2002)
Lúxemborg (2002)
Jamaíka (2002)
Eistland (2001)
Marshalleyjar (1997)
Tonga (1993)
Barbados (1992)
Brunei (1992)
Andorra (1991)
Bahamas (1990)
Maldíveyjar (1983, ný höll
tekin í notkun 2021)
Súrinam (1982)
Kósóvo (1977)
Gvæjana (1976, ný 6.000 sæta
höll í bígerð)
Grænhöfðaeyjar (1975)
Færeyjar (1970)
San Marínó (1969)
Ísland (1965)
Ummæli
Skrifa ummæli