Í þýsku borginni Oldenburg, þar sem búa um 164 þúsund
manns, er staðsett fjölnota íþróttahöll sem ber nafnið EWE Arena.
Um er að ræða flotta íþróttahöll sem tekur um 6.000
áhorfendur í sæti og kostaði um 3,5 milljarða króna í byggingu.
Íþróttahöllin er heimavöllur körfuknattleiksliðsins EWE
Baskets Oldenburg en íþróttagreinar á borð við handknattleik, blak og
hnefaleika eiga þar líka athvarf.
Höllin var tekin í notkun árið 2013 og þykir ein
nútímavæddasta íþróttahöll Þýskalands í dag en bæði hand- og körfuknattleikslandslið
Þýskalands hafa spilað þar landsleiki.
Ummæli
Skrifa ummæli