Fara í aðalinnihald

Norðmenn undirbúa byggingu stórrar fjölnota íþróttahallar

Það er mikill uppgangur í norskum handbolta um þessar mundir eftir að karlalandsliðið nældi óvænt í silfrið á heimsmeistaramótinu í Frakklandi í janúar síðastliðinn og þá er óþarfi að fjölhæfa um árangur kvennalandsliðsins undir stjórn Þóris Hergeirssonar.
Svo virðist sem að árangur karlalandsliðsins komi á besta tíma en framundan eru tvö stórverkefni á norskri grundu þar sem Evrópumót karla og kvenna verða haldin í samvinnu við aðrar þjóðir árið 2020.
Ásamt Norðmönnum munu Svíar og Austurríkismenn halda Evrópumót Karlalandsliða en Danir verða þeim norsku til halds og trausts kvennamegin.
Í ljósi þess að tvö stórmót hafa rekið á fjörur Norðmanna hefur verið tekin ákvörðun um að byggja nýja keppnishöll og gera áætlanir ráð fyrir að hún muni rúma 8000 áhorfendur. Hins vegar er talið líklegt að hún muni rúma fleiri í sæti þegar endanlegar teikningar hafa verið samþykktar.
Ekki er ráðgert að höllin rísi í Osló heldur er stefnt að því að hún rísi í Þrándheimi.
Við skulum krossa fingur og vona að Norðmenn lendi ekki í sama hallarveseni og Íslendingar hér um árið.
Hér að neðan eru tvær tölvuteiknaðar myndir af ,,ferlíkinu" eins og væntanleg bygging er stundum nefnd.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Nýtt íþróttahús í Njarðvík?

Íþróttahúsið í Njarðvík, Ljónagryfjan svokallaða, er elsta keppnishúsið sem er í notkun í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Húsið var tekið í notkun árið 1973 og stendur við grunnskóla Njarðvíkur. Ef mið er tekið af íþróttahúsum sem byggð hafa verið hérlendis á síðasta áratug eða eru í byggingu er ljóst að mannvirkið er allt of lítið; ekki er nægilegt rými umhverfis keppnisgólfið og þá er takmörkuð aðstaða fyrir áhorfendur. Húsið er einfaldlega of lítið fyrir starfsemi félagsins. Vitaskuld er Ljónagryfjan fallegt og skemmtilegt íþróttahús og er það eitt af djásnum íslensks körfubolta en því miður er það ekki boðlegt lengur sem heimavöllur eins sigursælasta körfuknattleiksfélags landsins. ,,Ljónagryfjan" í Njarðvík. Skjáskot: Ja.is. Mikil íbúafjölgun Árið 1973 voru íbúar Njarðvíkur 1.700 en í dag búa yfir 6.000 manns í Njarðvíkurhluta Reykjanesbæjar. Fjölgun íbúa í Njarðvík nemur því um 250% á tímabilinu og er ljóst að þörf er á aðgerðum af hálfu bæjaryfirvalda sem ...

Nýtt körfuboltahús Hauka, Ólafssalur

Körfuknattleikslið Hauka mun spila á nýjum heimavelli á komandi leiktíð Domino's deildar karla og kvenna. Um er að ræða sérhæft körfuknattleikshús sem mun nær eingöngu þjónusta körfuknattleiksdeild Hauka. Um er að ræða einstakt hús á íslenska vísu og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort önnur félög fylgi í kjölfarið. Keppnissalurinn er sérhannaður fyrir körfubolta og stúkan mun rúma 1100 manns en samkvæmt fréttum geta allt að 2.000 manns komist fyrir með því að raða fólki þétt á svölunum. Engin hefðbundin leikklukka verður í húsinu heldur verður stöðu, tíma og stigaskori varpað upp á LED skjái í sitthvorum enda vallarins. Meðfylgjandi myndir voru teknar af Erni Eyjólfssyni, ljósmyndara Fréttablaðsins, og birtist í frétt blaðsins um íþróttamannvirkið síðastliðið vor. Þá var áhorfendaaðstaðan ekki komin til landsins en hún ætti að vera kominn upp fyrir upphaf körfuknattleikstímabilsins í haust. Mynd: Örn Eyjólfsson, Fréttablaðið. Mynd: Örn Eyjólfsson, F...

Staðsetning þjóðarleikvanga: Laugardalur eða annar staður?

Umræðan um staðsetningu og uppbygginga nýrra þjóðarleikvanga hefur verið mikil að undanförnu og að mestu leyti einskorðast við Laugardalinn í Reykjavík. Það er svæði sem flestir Íslendingar skilgreina sem þjóðaríþróttasvæði okkar Íslendinga. Sú umræða er hins vegar á villigötum að mati Þóris Hákonarsonar, fyrrum framkvæmdarstjóra KSÍ, og vill að málinu verði beint í annan farveg. Þórir, sem starfar nú sem íþróttastjóri Þróttar, vill að nýjum þjóðarleikvangi í knattspyrnu og nýrri þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir, verði fundinn annar staður á höfuðborgarsvæðinu. Með öðrum orðum annars staðar en í Laugardalnum. ,, Það á að kanna nýja staðsetningu og nýja lausn sem hýsir þetta allt með sómasamleg hætti í stað þess að ræða um að byggja upp Laugardalsvöllinn sem ég held að myndi aldrei takast nægjanlega vel miðað við nútíma kröfur ," sagði Þórir í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í vikunni. Undirritaður telur að skoða eigi alla valkosti og ef málið ...