Þegar Íslendingar urðu þess áskynja að draumurinn um að halda Heimsmeistaramótið í handknattleik var ekki svo fjarstæðukenndur, runnu þó á þá tvær grímur. Jú, þannig var mál með vexti að aðalkeppnishöll landsins, Laugardalshöllin, var allt of lítil og úr sér gengin fyrir viðburð af þeirri stærðargráðu sem HM var.
Jón Hjaltalín Magnússon, þáverandi formaður HSÍ, lét m.a. hafa eftir sér árið 1987: ,,Íþróttahöllin í Laugardal, sem tekin var í notkun fyrir rúmlega 20 árum, var vegleg á þeim tíma, en hvað eftir annað hefur hún sprungið vegna mikils áhorfendafjölda. Því teljum við tímabært að ráðast í byggingu stórs íþróttahúss," sagði Jón og var vongóður um að fjölnota íþróttahöll risi í tæka tíð fyrir mótið.
Síðan hafa 30 ár liðið og ekkert bólar á húsinu.
Ummæli
Skrifa ummæli